Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf
14.11.2023
|
Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur. Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari. Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum.
Lesa meira