Fréttir

Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf

Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur. Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari. Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við lok október, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram undir hádegi þann 13. nóvember. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 461 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.759,5 árskúa á búunum 461 reiknaðist 6.420 kg. eða 6.505 kg. OLM
Lesa meira

Hrútaskrá 2023-24 komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2023-2024 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í lok vikunnar/byrjun þeirrar næstu. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 20. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru 27 hyrndir, 16 kollóttir, 2 feldfjárhrútar og loks 3 forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna 31 hrút sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð en vegna breyttra áherslna m.t.t. til riðuarfgerða er endurnýjun meiri en áður. Hér ættu allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Friðrik Már Sigurðsson er kominn til starfa hjá RML. Hann mun starfa sem fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði. Hann verður í hlutastarfi nú í nóvember og desember en verður í 100% starfi frá og með janúar 2024. Aðal starfsstöð hans er á Hvammstanga.
Lesa meira

Rekstrarráðgjöf í landbúnaði og rekstrarverkefni búgreina – Samstarf bænda og RML

Í þessari grein er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir hvernig unnið er að almennri rekstrarráðgjöf í landbúnaði fyrir bændur af hálfu RML og einnig hvernig rekstrarupplýsingar úr einstökum búgreinum nýtast, bæði einstökum bændum í starfi, og eins fyrir viðkomandi búgrein í heild til að sjá betur hver þróunin er á hverjum tíma. Fyrir síðustu aldamót fór af stað vinna við sérhæfða rekstrarráðgjöf í landbúnaði á vegum einstakra búnaðarsambanda. Með þátttöku í þessum verkefnum fengu þátttakendur niðurstöður settar þannig fram að þeir gátu séð hvernig þeir stóðu sig í einstökum rekstrarþáttum á hverjum tíma í samanburði við aðra.
Lesa meira

NorFor og fóðuráætlanagerð á Íslandi

NorFor er samnorrænt fóðurmatskerfi fyrir nautgripi sem Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Ísland standa að baki. Samstarfið hófst árið 2002 en NorFor var síðan tekið í notkun árið 2006. Kerfið byggir á rannsóknargögnum frá Norðurlöndunum. Bændasamtök Íslands höfðu umsjón með hlut Íslands í samstarfinu en svo hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) gert frá því það tók við því hlutverki við stofnun hennar árið 2013. Í stjórn NorFor er einn fulltrúi frá hverju landi og sömuleiðis er hvert land með ábyrgðarmann fyrir rekstri, þróun og þjónustu notendaumhverfis hvers lands. Innan NorFor vinnur einnig faghópur þar sem fremstu vísindamenn Norðurlandanna í fóðurfræði nautgripa vinna saman að þróun kerfisins. Sömuleiðis er þróunarteymi sem sér um framkvæmdahluta þróunar kerfisins og innleiðingu á nýjungum.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmæliskaffi á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi verður opið hús milli 14 og 16 á starfsstöðinni okkar, Borgarsíðu 8 á Sauðárkróki. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændur sérstaklega velkomna að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins.
Lesa meira

Ræktun gegn riðu – fræðslufundir – hlekkur á útsendingu

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröðinni „Ræktun gegn riðu“ var haldinn í gærkveldi í Þingborg í flóa. Fundurinn var fjölsóttur en rúmlega 100 gestir mættu í Þingborg og umræður líflegar. Í kvöld (31. okt) verður fundað á Hvanneyri, í Ársal og hefst fundurinn kl. 20:00. Þessum fundi verður streymt á netinu og má finna slóð á fundinn hér að neðan.
Lesa meira

Sláturupplýsingar vegna hrútaskrár

Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár – ÍE tekur á móti sýnum út nóvember

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum sauðfjár m.t.t. riðunæmis það sem af er ári en útlit er fyrri að vel yfir 20.000 gripir verði greindir á þessu ári. Bændur voru duglegir strax í vor að taka sýni en eftir vorið var búið að greina u.þ.b. 10.000 sýni, aðalega úr lömbum. Íslensk Erfðagreining (ÍE) hefur séð um greiningar í haust og frá 1. september hafa þegar verið greind þar rúmlega 10.000 sýni og gengið mjög vel.
Lesa meira