Fréttir

Hollaröð á yfirlitssýningu á Dalvík 25.ágúst

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Dalvík 25. ágúst. Sýningin hefst kl. 09:00
Lesa meira

Jarðvegssýnataka haustið 2017

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vill minna bændur á að huga að jarðvegssýnatöku í haust. Efnagreiningar á jarðvegi ræktarlands gefa mikilvægar upplýsingar sem bændur geta notað til að byggja áburðargjöf á. Þær segja til um næringarástandið, hvort það sé skortur eða hvort hægt sé að draga úr áburðargjöf ákveðinna efna. Einnig fást upplýsingar um sýrustig jarðvegs og hvort huga þurfi að kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá haustinu 2016 benda til þess að algengt sé að sýrustig túna sé lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirliti á síðsumarssýningu í Borgarnesi 24. ágúst

Yfirlitissýningin hefst kl 9:00 gert er ráð fyrir 11 hollum og 27 hrossum á yfirlitinu. Ekki verður tekið hlé en tekið tilliti til þess að í síðustu hollum eru sömu knapar með mörg hross.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Dalvík - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa Hringsholti við Dalvík - hollaröðun
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Borgarnesi - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi dagana 23. og 24. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 22.-24. ágúst

Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 22. til 25. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. ágúst og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 102 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarssýningar á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík hefur verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 14. ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júlí 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í júlí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 560 búum. Reiknuð meðalnyt 24.910,4 árskúa á þessum búum, var 6.093 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 11. ágúst

RML minnir á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi ef næg þátttaka næst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 11. ágúst.
Lesa meira

Hollaröð Miðsumarssýningar II

Yfirlitssýning Miðsumarssýningar II á Gaddstaðaflötum fer fram miðvikudaginn 2. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Hollaröð yfirlits má nálgast í krækju hér fyrir neðan. Áætluð lok yfirlits um kl. 14:00.
Lesa meira