Fréttir

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 9. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00. Hádegishlé verður tekið eftir 17 hópa. Að þessu sinni verður byrjað á blönduðum hópi hrossa en knapar á þeim þurfa að mæta á úrtöku vegna HM í Spretti. Eftir það er röðun hefðbundin, byrjað á elstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum.
Lesa meira

Yflirlitssýning kynbótahrossa í Víðidal

Yfirlitssýning fer fram í Víðidal fimmtudaginn 8. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Hádegishlé verður tekið eftir 12 hópa. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður á Hólum í Hjaltadal dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér á forsíðunni eða í gegnum tengil hér að neðan.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér á forsíðunni eða í gegnum tengil hér að neðan.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Akureyri 2. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa sem vera átti á Melgerðismelum, fer fram á Akureyri föstudaginn 2. júní. Hér má sjá hollaröðun.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Selfossi

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum á Selfossi föstudaginn 2. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum. Þessi flokkun mun þó riðlast eitthvað eins og sjá má á hollaröðun.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira

Skráning skýrsluhalds í jarðrækt í Jörð.is

Eins og áður hefur komið fram verða á þessu ári greiddir styrkir vegna túna sem eru uppskorin og hafa þessir styrkir gengið undir heitinu landgreiðslur. Einnig eru greiddir styrkir eins og undanfarin ár vegna túna sem eru endurræktuð og ræktun korns og grænfóðurs. Á þessu ári bætast síðan við styrkir vegna útiræktaðs grænmetis. Nánar er hægt að lesa um þessa styrki og hvaða reglur gilda um þá í reglugerð um rammasamninginn á milli ríkis og Bændasamtakanna sem er meðal annars aðgengilegur á bondi.is.
Lesa meira