24.08.2017
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vill minna bændur á að huga að jarðvegssýnatöku í haust. Efnagreiningar á jarðvegi ræktarlands gefa mikilvægar upplýsingar sem bændur geta notað til að byggja áburðargjöf á. Þær segja til um næringarástandið, hvort það sé skortur eða hvort hægt sé að draga úr áburðargjöf ákveðinna efna. Einnig fást upplýsingar um sýrustig jarðvegs og hvort huga þurfi að kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá haustinu 2016 benda til þess að algengt sé að sýrustig túna sé lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt.
Lesa meira