Fréttir

Yfirlit miðsumarssýningar II

Fer fram á Gaddstaðaflötum miðvikudaginn 2. ágúst og hefst kl. 9.00 Hefðbundin röð flokka, byrjað á elstu hryssum og endað á stóðhestum. Hollaröð sýningar verður birt í kvöld um leið og dómum lýkur. Áætluð lok yfirlitssýningar kl. 14.00.
Lesa meira

Átaksverkefni tengt rekstri sauðfjárbúa

Síðastliðinn vetur fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins af stað með átaksverkefni sem bar yfirskriftina „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var kynnt í nóvember og 44 sauðfjárbændur tóku þátt í því og voru flestir þátttakendur heimsóttir í mars-apríl.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlit miðsumarssýningar á Hólum 28. júli

Yfirlitssýning hefst kl. 9:00. Um er að ræða 16 holl og tekið verður 15 mín hlé eftir holl 9. Hollaröðun má nálgast í tenglinum hér að neðan.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti Miðsumarssýningar I á Gaddstaðaflötum

Hollaröðun má nálgast hér í krækjunum fyrir neðan. Fimmtudagurinn 27. júlí er fyrst og fremst helgaður hryssum. Byrjað kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 18:30. Föstudagurinn 28. júlí er helgaður stóðhestum. Þá verður byrjað kl. 9:00 og sýningunni lokið um hádegisbil.
Lesa meira

Minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði - Þátttökubú

Fyrr í sumar gerðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins með sér samning um verkefni sem miðar að mótun á vegvísi um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.
Lesa meira

Yfirlit miðsumarssýningar I á Hellu 27.-28. júlí

Yfirlitið fer fram dagana 27. og 28. júlí (fimmtudag – föstudags). Allar hryssur fimmtudaginn 27.júlí, byrjað kl. 8.00, og allir hestar föstudaginn 28.júlí, byrjað kl. 9.00. Nánara fyrirkomulag og röðun í holl birtist í kvöld hér á heimasíðu RML eftir að dómum lýkur.
Lesa meira

Opnað á skráningar á síðsumarssýningar

Þann 24. júlí var opnað á skráningar á síðsumarssýningar. Boðið verður upp á þrjár sýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningarnar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudagurinn 11. ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Miðsumarssýning II á Gaddstaðaflötum – Hollaröðun

Aukasýningin, Miðsumarssýning II, fer fram dagana 31. júlí til 2. ágúst á Gaddstaðaflötum við Hellu. Dómar verða á mánudegi og þriðjudegi en yfirlitssýning á miðvikudegi 2. ágúst. Hér að neðan er hollaröðun dómadaga og knapalisti í stafrófsröð
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal - hollaröð og knapalisti

Miðsumarssýning á Hólum fer fram dagana 26.-28.júlí. Dómar hefjast miðvikudaginn 26.júlí kl. 12:30 og fyrirhugað er að dæma tvö holl þann daginn (20 hross) og fimmtudaginn 27. júlí hefjast dómar kl 8:00 og tekin verða þrjú holl þann daginn (31 hross). Yfirlitssýning fer svo fram föstudaginn 28.júlí.
Lesa meira

Útsending haustbóka 2017 og vinna við kynbótamat fyrir frjósemi

Undanfarin ár hefur verið kynbótamat fyrir frjósemi verið unnið áður en útsending haustbóka fer fram. Ljóst er að slíkt mun ekki nást í ár. Um síðustu áramót tók gildi reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 þar sem kveðið er á um tvo formlega skiladaga gagna í sauðfjárrækt. Annars vegar er það skiladagur vorgagna þann 20. ágúst ár hvert og skiladagur haustgagna þann 12. desember ár hvert. Undanfarin ár hefur RML gefið út sérstakan skiladag vegna vinnu við kynbótamat en slíkt var ekki gert í ár til að valda síður misskilningi enda er núna einn formlegur skiladagur vorgagna sem ekki var áður til í reglugerð.
Lesa meira