Fréttir

Yfirlit miðsumarssýningar I á Hellu 27.-28. júlí

Yfirlitið fer fram dagana 27. og 28. júlí (fimmtudag – föstudags). Allar hryssur fimmtudaginn 27.júlí, byrjað kl. 8.00, og allir hestar föstudaginn 28.júlí, byrjað kl. 9.00. Nánara fyrirkomulag og röðun í holl birtist í kvöld hér á heimasíðu RML eftir að dómum lýkur.
Lesa meira

Opnað á skráningar á síðsumarssýningar

Þann 24. júlí var opnað á skráningar á síðsumarssýningar. Boðið verður upp á þrjár sýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningarnar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudagurinn 11. ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Miðsumarssýning II á Gaddstaðaflötum – Hollaröðun

Aukasýningin, Miðsumarssýning II, fer fram dagana 31. júlí til 2. ágúst á Gaddstaðaflötum við Hellu. Dómar verða á mánudegi og þriðjudegi en yfirlitssýning á miðvikudegi 2. ágúst. Hér að neðan er hollaröðun dómadaga og knapalisti í stafrófsröð
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal - hollaröð og knapalisti

Miðsumarssýning á Hólum fer fram dagana 26.-28.júlí. Dómar hefjast miðvikudaginn 26.júlí kl. 12:30 og fyrirhugað er að dæma tvö holl þann daginn (20 hross) og fimmtudaginn 27. júlí hefjast dómar kl 8:00 og tekin verða þrjú holl þann daginn (31 hross). Yfirlitssýning fer svo fram föstudaginn 28.júlí.
Lesa meira

Útsending haustbóka 2017 og vinna við kynbótamat fyrir frjósemi

Undanfarin ár hefur verið kynbótamat fyrir frjósemi verið unnið áður en útsending haustbóka fer fram. Ljóst er að slíkt mun ekki nást í ár. Um síðustu áramót tók gildi reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 þar sem kveðið er á um tvo formlega skiladaga gagna í sauðfjárrækt. Annars vegar er það skiladagur vorgagna þann 20. ágúst ár hvert og skiladagur haustgagna þann 12. desember ár hvert. Undanfarin ár hefur RML gefið út sérstakan skiladag vegna vinnu við kynbótamat en slíkt var ekki gert í ár til að valda síður misskilningi enda er núna einn formlegur skiladagur vorgagna sem ekki var áður til í reglugerð.
Lesa meira

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis þriðjudaginn 18. júlí
Lesa meira

Aukasýning miðsumars á Gaddstaðaflötum

Áður auglýst Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum varð þéttskipuð og fullsetin á síðasta skráningardegi, föstudaginn 14. júlí, en þar verða sýnd u.þ.b. 240 hross. Til að koma til móts við þá sem ekki náðu að skrá hross sín til dóms og mæta eftirspurn fyrir hrossadóma á miðsumri hefur verið ákveðið að stofna til nýrrar kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum. Ef næg þátttaka verður fyrir hendi mun sú sýning hefjast mánudaginn 31. júlí og standa svo langt fram í vikuna sem þurfa þykir; hugsanlega 1-2 dómdagar + yfirlitssýning.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 23.-28. júlí - Hollaröðun

Mikil og góð skráning var á Miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum en skráningu lauk föstudaginn 14. júlí um leið og sýningin varð fullskipuð. Nauðsynlegt er að hefja dóma degi fyrr en áður var áætlað eða sunnu-daginn 23. júlí. Tvær dómnefndir verða að störfum og dæmt frá sunnudegi 23. júlí til miðvikudags 26. júlí (áætlað um 60 hross á dag). Yfirlitssýningar verða svo fimmtudag og föstudag, 27.-28. júlí. Dagskrá vinnudaganna og skipulag holla má skoða í meðfylgjandi skjölum auk knapalista þar sem tímar einstakra knapa eru settir upp í stafrófsröð.
Lesa meira

Breytingar á vaxtakjörum – lækkun vaxta á óverðtryggðum lánum

Síðustu misseri hefur orðið svolítil lækkun á vaxtatöflum viðskiptabanka og fjármálafyrirtækja. Eingöngu er um að ræða breytingar á óverðtryggðum lánum og er ástæðan fyrst og fremst lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans síðustu misseri. Nánar má sjá lægstu vexti einstakra lánaflokka eftir einstökum fjármálafyrirtækjum sem bændur hafa viðskipti við hér í töflunni sem fylgir. Miðað er við útgefnar vaxtatöflur frá 1. júlí sl. hjá helstu fjármálafyrirtækjunum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 551 búi. Reiknuð meðalnyt 25.162 árskúa á þessum búum, var 6.091 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira