Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í maí 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í maí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 12. júní, höfðu skýrslur borist frá 554 búum. Reiknuð meðalnyt 24.448,5 árskúa á þessum búum, var 6.069 kg á síðustu 12 mánuðum og hafði aukist um 23 kg.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra

Dagana 12.-15. júní nk. verður Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi. Mun hann heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.
Lesa meira

Tilkynning frá Bændasamtökum Íslands

Vegna viðgerða á raflögnum verður rof á netþjónum Bændasamtaka Íslands mánudagskvöldið 12. júní milli kl. 20:00 og 22:00. Kerfi BÍ verða óaðgengileg á meðan þessari vinnu stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Auglýst er eftir búum til þátttöku í verkefninu „Minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði“

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa gert með sér samning um verkefni sem miðar að mótun á vegvísi um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Samningurinn felur í sér að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leitar samstarfs við 5 bú þar sem lagt verður mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna búrekstursins og landnotkunar.
Lesa meira

Röðun hrossa á yfirlitssýningu í Borgarnesi 9.júní

Yfirlitssýning fer fram í Borgarnesi föstudaginn 9. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Mæta 50 hross á yfirlit og gert verður 20 mín. hlé eftir holl 10. Röð flokka er hefðbundin, byrjað verður á elsta flokki hryssna og endað á elsta flokki stóðhesta. Örlitlar hrókeringar verða á þessu þar sem knapar þurfa að vera búnir fyrir tilsettan tíma.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 9. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00. Hádegishlé verður tekið eftir 17 hópa. Að þessu sinni verður byrjað á blönduðum hópi hrossa en knapar á þeim þurfa að mæta á úrtöku vegna HM í Spretti. Eftir það er röðun hefðbundin, byrjað á elstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum.
Lesa meira

Yflirlitssýning kynbótahrossa í Víðidal

Yfirlitssýning fer fram í Víðidal fimmtudaginn 8. júní og hefst stundvíslega kl. 9:00. Hádegishlé verður tekið eftir 12 hópa. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður á Hólum í Hjaltadal dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti 12. til 16. júní

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 12. til 16. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 12. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16. júní og hefst hún kl. 8:00. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér á forsíðunni eða í gegnum tengil hér að neðan.
Lesa meira