Fréttir

Yfirlitssýning í Spretti 25. maí

Yfirlitssýning vorsýningar í Spretti fer fram föstudaginn 25. maí og hefst stundvíslega kl. 8:00. Röðun hrossa/knapa í holl sem og röð flokka má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok yfirlitssýningar eru um kl. 15:30-16:00.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar vorsins er 25. maí

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar vorsins er föstudagurinn 25. maí en hægt er að skrá til miðnættis svo lengi sem einhver pláss eru eftir. Um leið og sýning fyllist lokast á skráningu. Enn eru laus pláss á eftirtöldum sýningum: Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar vorsins er föstudagurinn 25. maí en hægt er að skrá til miðnættis svo lengi sem einhver pláss eru eftir. Um leið og sýning fyllist lokast á skráningu. Enn eru laus pláss á eftirtöldum sýningum:
Lesa meira

Kynbótasýning áætluð á Akureyri í lok maí, fellur niður.

Kynbótasýningu sem vera átti á Akureyri í lok maí, hefur verið aflýst vegna ónógra skráninga.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi dagana 28.-31. maí

Kynbótasýning verður á Brávöllum á Selfossi dagana 28.-31. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 28. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 1. júní. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér neðar.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Stekkhólma dagana 28. til 29. maí

Kynbótasýning verður á Stekkhólma dagana 28.-29. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 10:00 mánudaginn 28. maí. Yfirlitssýning hefst kl. 9:00 þriðjudaginn 29. maí. Alls eru 21 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Lesa meira

Landsmót og kynbótasýningar 2018

Hérna verður farið yfir atriði sem snúa að kynbótahrossum á Landsmóti 2018 og einnig nýjum áhersluatriðum í dómum í ár sem gott er að minna á. Hvað varðar kynbótahross á Landsmóti 2018 eru nokkur atriði sem þarf að koma á framfæri. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa vinnur sér þátttökurétt á mótinu og miðað er við að hafa 170 kynbótahross á mótinu.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar á Akureyri og Stekkhólma

Kynbótasýning fer fram á Stekkhólma dagana 28. til 29. maí og á Akureyri dagana 30. maí til 1. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti dagana 22.-25. maí

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 22.-25. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. maí. Alls eru 99 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér neðar eða í gegnum hnappinn "Röð hrossa á kynbótasýningum" hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum apríl

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í apríl hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegi þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.703,7 árskúa á þessum búum, var 6.299 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Breytingar í starfsmannahaldi RML

Núna um mánaðarmótin lét Gunnar Guðmundsson ráðunautur af störfum hjá RML. Gunnar starfaði áður sem sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands en kom yfir til RML við sameiningu ráðgjafarþjónustu til bænda á landinu öllu. Gunnar er fóðurfræðingur og hefur starfaði við fóðurráðgjöf til bænda ásamt því að vera tengiliður RML í erlendu samstarfi. RML óskar Gunnari velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar honum vel unnin störf á síðustu árum. boo/hh
Lesa meira