Fréttir

Kynbótasýningar - Sýningaáætlun 2017

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2017 og er hún komin hér á vefinn undir "Kynbótastarf/kynbótasýningar/sýningaáætlun". Byrjað verður viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár, áætlunin er sem hér segir:
Lesa meira

Er búið að grunnskrá og örmerkja folöldin?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja megnið af þeim fölöldum sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is) eða senda þau á eftirfarandi heimilisföng:
Lesa meira

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 2. mars. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Árleg fundarferð um málefni hestamanna

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi: Félagskerfi Félags hrossabænda, markaðsmál, þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala, nýjungar í skýrsluhaldinu og nýjungar í kynbótadómum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds sauðfjár 2016

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2016 er að mestu lokið þó leynist ófrágengnar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Bændur er því minntir á að skil eru ekki fullnægjandi fyrr en haustgögnum er skilað og framleiðsluárið 2017 hefur opnast. Frá og með síðustu áramótum eru fullnægjandi skil á afurðaskýrsluhaldi ein af forsendum þess að njóta stuðnings skv. reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt sem tók gildi um áramótin.
Lesa meira

Starfsdagar RML 22.-24. febrúar

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Það sem helst er á dagskrá að þessu sinni er stefnumótun RML og markaðsmál. Starfsdagarnir standa yfir 22.-.24. febrúar og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í nýliðnum janúar hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 13. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 568 búum. Reiknuð meðalnyt 24.688,4 árskúa á þessum búum, var 6.057 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 43,5 á tímabilinu.
Lesa meira

Fréttir af FEIF-þingi

Ársfundur FEIF (alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga) var haldinn 3.- 4. febrúar og að þessu sinni í Finnlandi. Fjölmargir fulltrúar frá aðildarlöndum FEIF sóttu fundinn og þótti hann takast vel. Á aðalfundi FEIF og einnig á sérstökum fundi ræktunarleiðtoga FEIF-landanna var rætt um fjölmörg atriði er varða ræktunarmál; m.a. skipulag kynbótasýninga, nafngiftir hrossa og nýjar vinnureglur við kynbótadóma sem taka gildi strax í vor.
Lesa meira

Sýning kynbótahrossa - Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir þjálfara og sýnendur kynbótahrossa verður haldið að Skeiðvöllum í Landssveit dagana 4. til 7. apríl í vor. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18–30 ára sem hefur reynslu af þjálfun og/eða sýningu kynbótahrossa og hefur áhuga á frekari menntun og þjálfun á því sviði. Markmiðið er einnig að gefa ungum sýnendum kost á að skiptast á skoðunum og fræðast af samherjum á líkum aldri. Hámarksfjöldi þátttakenda eru þrír aðilar frá hverju FEIF landi.
Lesa meira

DNA-sýnataka og örmerkingar

Nú er rétti tíminn til að láta taka DNA-sýni og örmerkja folöld en öll folöld eiga að vera merkt fyrir 10 mánaða aldur. Frítt er að grunnskrá folöld til 1. mars nk. en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur hjá RML verður á ferð um Suðurland að taka DNA-sýni og örmerkja næstu vikur, endilega hafið samband og pantið í síma 516-5024 / 8631803 eða í gegnum netfangið halla@rml.is. Hún getur einnig kíkt á unghross ef óskað er eftir því. Verðskrá RML er að finna hér á heimasíðunni eða í tengli hér að neðan.
Lesa meira