Móttaka hirðingarsýna hafin
20.06.2017
Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira