Fréttir

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningar á miðsumarssýningar

Þá er kynbótasýningum vorsins lokið. Sýnd voru 716 hross á átta sýningum og fengum við að sjá heimsmet falla. Í gær þann 19. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, ef næg þátttaka næst, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudagurinn 14. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Kynbótahross á Fjórðungsmóti Vesturlands 2017

Þá er kynbótasýningum vorsins lokið. Næsta kynbótasýning verður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer dagana 28. júní til 2. júlí. Nálgast má stöðulista yfir kynbótahross á fjórðungsmóti í WorldFeng með því að fara undir ,,Sýningar“ og smella síðan á ,,Sýningarská fyrir fjórðungsm“. Þeir sem ekki hafa aðgang að WF geta á forsíðu hans farið í flipann Fjórðungsmót 2017 (sjá mynd hér fyrir neðan) en þar er listi yfir hrossin 68 sem komin eru inn á mótið.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Sprettur 16.06.2017

Yfirlitssýning kynbótasýningar í Spretti í Kópavogi fer fram föstudaginn 16. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00 - sjá hollaröð
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Sprettur 16.06.2017

Yfirlitssýning kynbótasýningar í Spretti í Kópavogi fer fram föstudaginn 16. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00 - sjá hollaröð
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Hólar 16.06.2017

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hólum í Hjaltadal fer fram föstudaginn 16.06.2017 og hefst stundvíslega kl. 08:00 Sjá hollaröðun í frétt
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Gaddstaðaflatir seinni vika 16.06.2017

Hér má sjá hollaröð á yfirliti - Gaddstaðaflatir seinni vika 16.06.2017. Yfirlitssýningin hefst kl. 08:00.
Lesa meira

Kornskoðun

Þessa dagana er Benny Jensen kartöflu- og kornráðunautur frá BJ Agro í Danmörku á ferðinni um landið með jarðræktarráðunautum RML að skoða í akra og veita ráðgjöf varðandi ræktunina.
Lesa meira

Lambadómar - Opnað fyrir pantanir

Móttaka á pöntunum fyrir lambadóma er nú hafin. Fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og síðustu ár, en best er að pantanir berist í gegnum heimasíðu RML (sjá flipa á heimasíðu) eða haft verði samband í síma 516-5000.
Lesa meira