Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Þegar þetta er ritað eru 445 aðilar búnir að skila skýrslum fyrir árið 2017 í „Heimarétt“ WorldFengs. Það er nokkur fjölgun frá árinu áður, þegar þetta form á skilum var fyrst tekið upp en þátttakan þyrfti að vera meiri. Það var því ákveðið að hafa áfram opið á skýrsluskil fyrir árið 2017 þó stefnan sé sú að búið sé að skila þessum skýrslum 1. desember ár hvert.
Rétt er að minna á að allir sem eru félagsmenn í Félagi hrossabænda eða hestamannafélagi hafa frían aðgang að WorldFeng. Hér á heimasíðunni er að finna leiðbeiningar um notkun „Heimaréttar“. Þar kemur m.a. fram hvernig eigi að standa að skilum á skýrsluhaldi. Hér á eftir skal það helsta rifjað upp:
Þegar búið er að fara í gegnum flipana hér á undan á eftirleikurinn að vera einfaldur. Smellt er á flipann „Skýrsluhaldsskil“. Þá kemur upp valmöguleikinn „skila skýrsluhaldi“ smellt er á hann og þar með er málinu lokið.
Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er rukkað fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Vinsamlegast sendið pappíra varðandi skýrsluhald á skrifstofur okkar á Selfossi eða Akureyri en þar eru þessir pappírar skráðir. Heimilisföngin eru:
RML
v/ skýrsluhalds í hrossarækt
Austurvegi 1
800 Selfoss
RML
v/ skýrsluhalds í hrossarækt
Óseyri 2
603 Akureyri
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi skýrsluhaldið á netföngin halla@rml.is eða agg@rml.is.
hes/okg