Fréttir

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni í október

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegið þann 13. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.205,8 árskúa á þessum búum, var 6.159 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

RML með á Hey bóndi 2017 á Hvolsvelli

Hey bóndi, fjölskyldu- og landbúnaðarsýning, var haldin á Hvolsvelli um helgina. Fóðurblandan hf. stóð fyrir sýningunni sem var í félagsheimilinu Hvoli. Þar kynntu einstaklingar, félög og fyrirtæki starfsemi sína, vörur og þjónustu auk þess sem ýmis afþreying var í boði. Þá var boðið upp á fyrirlestra um hin ýmsu mál er snerta landbúnað með einum eða öðrum hætti.
Lesa meira

Ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja fimm ný naut úr 2011 árgangi í notkun sem reynd naut í stað nauta sem tekin verða úr notkun. Þetta er Laxi 11050 frá Laxamýri í Reykjahverfi, Roði 11051 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Skellur 11054 frá Lágafelli í A-Landeyjum, Öllari 11066 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit og Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum. Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar á nautaskra.net sem og önnur reynd naut í notkun.
Lesa meira

Samvinna RML og Norsk Landbruksrådgivning

NLR mun senda sérfræðing í húsnæði fyrir nautauppeldi og holdakýr til Íslands dagana 27.-30. nóvember og er ætlunin að ferðast með hann um landið eins og áhugi er til. Eru áhugasamir sem vilja koma á fræðslufund með honum vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á sigtryggur@rml.is. Engin binding felst í því að hafa samband.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi

Komnar eru upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi á nautaskra.net. Þessi naut eru tilbúin til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti og fara til útsendingar á næstu vikum. Þetta eru fyrstu nautin sem koma til dreifingar sem áformað er að bjóða SpermVital-sæði úr en í lok nóvember eru væntanlegir sérfræðingar frá Noregi til þess að frysta sæði með þeirri aðferð. Ef allt gengur að óskum mun SpermVital-sæði því standa til boða úr þessum nautum í desember. Á næstunni verða birtar upplýsingar og leiðbeiningar til bænda um hvernig best verður staðið að notkun og hagnýtingu SpermVital-sæðis.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur alveg að renna út

Umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út 20. október. Jarðrækarstyrkur er greiddur út á nýrækt, endurræktun á túnum, kornrækt, grænfóðurrækt og útiræktun á grænmeti. Landgreiðslur eru greiddar á allt annað land sem er uppskorið til fóðuröflunar en ekki er greitt út á land sem er eingöngu nýtt til beitar. Áður en hægt er að sækja um styrkina þarf að skrá ræktun og uppskeru í Jörð.is og síðan að skila jarðræktarskýrslu. Ráðunautar RML aðstoða bændur við slíka skráningu og taka jafnframt að sér skráningar fyrir þá sem þess óska.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í september 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þann 11. október, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 24.887,8 árskúa á þessum búum, var 6.125 kg
Lesa meira

Heiðursverðlaunahryssur 2017 – Nýtt kynbótamat

Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að fimm hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.
Lesa meira

Ellefu aðilar/bú tilnefnd sem ræktunarmaður árins 2017

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú eða aðila sem tilnefndir eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarmaður ársins. Valið stóð á milli 62 búa eða aðila sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Karvel L. Karvelsson kom þann 2. október aftur til starfa sem framkvæmdastjóri RML eftir að hafa verið í ársleyfi. Vignir Sigurðsson sem gengdi framkvæmdastjórastöðu RML síðasta árið er nú farinn í ársleyfi. Starfsstöð Karvels er á Hvanneyri og er hægt að ná í hann í síma 516 5000 og í gegnum netfangið klk@rml.is.
Lesa meira