Fréttir

Fagþing nautgriparæktarinnar 2018

Fagþing nautgriparæktarinnar 2018 verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda föstudaginn 6. apríl n.k. Þingið verður haldið á Hótel Selfossi og hefst kl. 13.00 en aðalfundur LK verður settur kl. 10.00 þann sama dag. Dagskrá aðalfundar LK og fagþingsins má sjá hér fyrir neðan, en bæði aðalfundurinn og fagþingið er að sjálfsögðu opið fyrir alla kúabændur landsins sem og annað áhugafólk um nautgriparækt. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Lesa meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar kynna stöðuna og þær hugmyndir sem eru í farvatninu.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru 2018

Alveg frá stofnun árið 2013 hefur RML tekið saman samanburðarlista yfir framboð og verð á sáðvöru frá öllum helstu söluaðilum. Fram til þessa hefur verið beðið með birtingu upplýsinganna þar til allir fræsalar hafa sent RML upplýsingarnar en að þessu sinni er listinn birtur strax með upplýsingum frá Sláturfélagi Suðurlands og Líflandi. Listinn verður svo uppfærður eftir því sem upplýsingar frá öðrum fræsölum berast.
Lesa meira

Tækifæri í kornrækt - Bændafundur RML & LbhÍ

Í kvöld verður haldinn fundur á Hvanneyri um kornrækt. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar kornræktarinnar. Fundurinn hefst kl. 19:30 í Ásgarði.
Lesa meira

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Í fyrra tóku rúmlega 40 býli þátt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum febrúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til rétt fyrir hádegi þann 12. mars, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.451,1 árskýr á þessum búum, var 6.241 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Samantekt á uppskeru og áburðargjöf

Undanfarin fjögur ár hefur RML boðið bændum að taka þátt í ráðgjafarpakka sem kallaður er Sprotinn. Markmiðið með honum er að ná vel utan um alla jarðræktina á búinu með skráningum m.a. á því sem er ræktað, borið á og uppskorið og einnig eftir því sem þurfa þykir, sýnatöku á jarðvegi til að greina það sem hugsanlega má bæta. Ráðgjöfinni lýkur síðan alltaf á að unnin er áburðaráætlun þar sem gögn úr skýrsluhaldinu og niðurstöður hey- og jarðvegssýna eru höfð til stuðnings.
Lesa meira

Uppfærð ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Fagráð í sauðfjárrækt vinnur að uppfærslu á ræktunarmarkmiðum fyrir sauðfjárræktina. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að uppfæra verkefnalista sem markmiðunum fylgja, skerpa á markmiðum varðandi holdfyllingu og taka tillit til þess að forystuféð er nú skilgreint sem sérstakt fjárkyn, en ekki undirstofn íslensku sauðkindarinnar.
Lesa meira

Fjárfestingarstuðningur 2018

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingarstuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2018. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars. Rétt er að benda á að síðasti virki dagur fyrir skiladag í nautgriparækt er 28. mars sökum páskaleyfis.
Lesa meira