Fréttir

Öflun og hagnýting rekstrargagna á sauðfjárbúum

Síðasta vetur stóð RML fyrir átaksverkefninu „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var að hluta til fjármagnað með framlagi af fagfé sauðfjárræktarinnar og tóku 44 bú þátt af tæplega 400 sem var boðin þátttaka. Þessi 44 bú framleiddu ca. 5% af öllu lambakjöti í landinu en niðurstöður verkefnisins í fyrra voru kynntar á fagfundi að loknum aðalfundi LS síðasta vor og eins birtist yfirlitgrein um þetta í Hrútaskrá 2017-2018.
Lesa meira

Aukin þjónusta fyrir viðskiptavini RML

Frá og með 1. febrúar geta viðskiptavinir RML nálgast sína reikninga og yfirlit á heimasíðu RML. Reikningarnir verða undir flipanum Mínar síður efst til hægri á síðunni. Við stefnum að því að í nánustu framtíð verði öll okkar viðskipti pappírslaus og er þetta liður í þeirri vegferð. Þeir sem vilja pappírslaus viðskipti er bent á að senda beiðni á bokhald@rml.is eða fara inn á mínar síður og senda beiðnina þaðan.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins frá 11. janúar 2018 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki 7.500 kr. auk vsk. fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 15.gr. rammasamnings dags. 19. febrúar 2016 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga. Heimildin tekur gildi þann 1. febrúar 2018.
Lesa meira

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017

Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2017 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 581 en á árinu 2016 voru þeir 575. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Búseta í sveit - rafrænir vegvísar

Búseta í sveit efnið hefur nú fengið uppfærslu samkvæmt nýjum búvörusamningum og verklagsreglum þar að lútandi. Helstu breytingar hlutu bæklingarnir Ættliðaskipti, Kaup á almennum markaði, Að hefja nautgriparækt / mjólkurframleiðslu og Að hefja sauðfjárrækt. Er það von okkar að þeir skýri betur ýmis mál nýliða í búskap ásamt því að einfalda ættliðaskipti á búum.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir 2017

Yfirlit yfir þær afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt sem teljast fullgildar og styrkhæfar samkvæmt þeim reglum sem fagráð í sauðfjárrækt hefur sett er nú aðgengilegt hér á vefnum. Að vanda fylgja niðurstöðum umsagnir ráðunauta þar sem athyglisverðir og efnilegir kynbótahrútar eru kynntir.
Lesa meira

Bændafundur á Ísafirði frestast

Fyrirhugaður bændafundur Bændasamtaka Íslands, sem átti að vera á Ísafirði í dag 16. janúar, frestast vegna slæmrar veðurspár. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Bændafundir dagana 16-18 janúar

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur nú í upphafi árs. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið dagana 16.-18. janúar. Fulltrúar RML verða með í för og þeir munu fara yfir starfsemi ráðgjafaþjónustunar og þær breytingar sem hafa orðið hjá fyrirtækinu og í umhverfinu.
Lesa meira

Dagatal RML

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast fólki. Að venju er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum. Því miður slæddist leiðinleg villa í dagatalið en þar má sjá rangar upplýsingar um frídaga frjótækna dagana 14. og 16. apríl. Þessir frídagar áttu að vera skráðir á 30. mars og 1. apríl en það eru föstudagurinn langi og páskadagur. Vonandi mun þetta ekki koma að sök.
Lesa meira

Áburðarkaup

Áburðarkaup eru einn af stóru kostnaðarliðunum í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði. Framboð er nokkuð áþekkt milli ára þó nokkrar nýjar samsetningar sjáist á listum áburðarsala. Verð hafa hins vegar hækkað nokkuð milli ára. Mikilvægt er að bændur skipuleggi áburðargjöf sem best til þess að nýting fjármuna og aðfanga sé góð. Besta leiðin til þess að halda niðri áburðarkostnaði er líkt og oft hefur komið fram, góð og markviss nýting á búfjáráburði.
Lesa meira