Fréttir

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar á nautaskra.net. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011,
Lesa meira

Heia Norge - Fræðsluferð

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem eru ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda standa fyrir bændaferð í byrjun nóvember næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrána að fullu en gert er ráð fyrir að ferðinni verði heitið til Trøndelag og taki 2-3 daga. NLR í Trøndelag eru vanir að taka á móti hópum annarstaðar frá í Noregi og sýna fjölbreyttar lausnir í útihúsabyggingum og aðstæður í Trøndelag eru ekki svo frábrugðnar íslenskum aðstæðum.
Lesa meira

DNA-stroksýni á höfuborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar á hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 22. febrúar. Áhugasömum um þessa þjónustu er bent á að setja sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Verkefnavefurinn www.korn.is

Verkefnavefurinn www.korn.is er nú kominn í loftið. Þar verður fjallað um kornverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar verður að finna upplýsingar um allar korntegundir sem eru í tilraunum við LbhÍ með megin áherslu á bygg. Einnig verður þar að finna útgefið efni um kornrækt hérlendis. Vefurinn verður uppfærður jafnóðum og niðurstöður úr verkefnunum berast. Viljum við hvetja bændur sem áhuga hafa á kornrækt til þess að kynna sér þennan nýja verkefnavef.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2018 og val kynbótahrossa á Landsmót

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2018 og er hún komin hér á vefinn undir Kynbótastarf/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um miðjan apríl og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakra sýninga.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 12. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 550 búum. Reiknuð meðalnyt 25.325,9 árskúa á þessum búum, var 6.234 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML og sérstaklega faghópi nautgriparæktar og fóðrunar. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017

Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2017 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í byrjun febrúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3500 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2017. Reiknaðar afurðir eru 0,6 kg minni á hverja kind en árið 2016. Munar þar eflaust mest um að gróður féll snemma og haustbeitin því ekki eins kraftmikil og árið á undan.
Lesa meira

Skýrsluskil í hrossarækt

Þegar þetta er ritað eru 445 aðilar búnir að skila skýrslum fyrir árið 2017 í „Heimarétt“ WorldFengs. Það er nokkur fjölgun frá árinu áður, þegar þetta form á skilum var fyrst tekið upp en þátttakan þyrfti að vera meiri.
Lesa meira