Yfirlitið fer fram föstudaginn 15. júni og hefst stundvíslega kl. 8:00 Hefðbundin röð flokka, þ.e. byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum. Nánara fyrirkomulag og hollaröðun verður birt svo fljótt sem verða má þegar dómum lýkur í kvöld.
Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum maí hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegi þann 11. júní, höfðu skýrslur borist frá 536 búum. Reiknuð meðalnyt 24.841,6 árskúa á þessum búum, var 6.332 kg á síðustu 12 mánuðum.
Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður hér á landi dagana 11.-14. júní nk. Hann mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum nálægum stöðum. Þar verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúkdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny og ráðunautum frá RML.