Fréttir

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur alveg að renna út

Umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út 20. október. Jarðrækarstyrkur er greiddur út á nýrækt, endurræktun á túnum, kornrækt, grænfóðurrækt og útiræktun á grænmeti. Landgreiðslur eru greiddar á allt annað land sem er uppskorið til fóðuröflunar en ekki er greitt út á land sem er eingöngu nýtt til beitar. Áður en hægt er að sækja um styrkina þarf að skrá ræktun og uppskeru í Jörð.is og síðan að skila jarðræktarskýrslu. Ráðunautar RML aðstoða bændur við slíka skráningu og taka jafnframt að sér skráningar fyrir þá sem þess óska.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í september 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þann 11. október, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 24.887,8 árskúa á þessum búum, var 6.125 kg
Lesa meira

Heiðursverðlaunahryssur 2017 – Nýtt kynbótamat

Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að fimm hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.
Lesa meira

Ellefu aðilar/bú tilnefnd sem ræktunarmaður árins 2017

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú eða aðila sem tilnefndir eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarmaður ársins. Valið stóð á milli 62 búa eða aðila sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Karvel L. Karvelsson kom þann 2. október aftur til starfa sem framkvæmdastjóri RML eftir að hafa verið í ársleyfi. Vignir Sigurðsson sem gengdi framkvæmdastjórastöðu RML síðasta árið er nú farinn í ársleyfi. Starfsstöð Karvels er á Hvanneyri og er hægt að ná í hann í síma 516 5000 og í gegnum netfangið klk@rml.is.
Lesa meira

Vinnufundir NorFor á Bifröst og í Hollandi

Upp á síðkastið hefur verið nóg að gera hjá NorFor. RML er hluti af NorFor sem er samnorrænt fóðurmatskerfi. Fyrir rúmri viku var haldinn fundur stjórnar og tengiliða NorFor á Íslandi. Fundurinn var haldinn á Bifröst í Borgarfirði þar sem helstu verkefni fundarins voru að móta stefnu og áherslur næstu ára í starfi NorFor.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir kl. 10 fyrir hádegi þann 11. september, höfðu skýrslur borist frá 535 búum. Reiknuð meðalnyt 24.176,2 árskúa á þessum búum, var 6.158 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu

Við bendum á að út er komið Rit LbhÍ nr. 86 - Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Höfundur þess er Þóroddur Sveinsson, lektor við LbhÍ. Ritið tekur saman niðurstöður rannsóknar sem hafði það að markmiði að meta vaxtargetu íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Lýst er stöðu þekkingar ásamt ályktunum sem má draga af niðurstöðum. Einnig er fjallað almennt um nautaeldi þar sem m.a. eiginleikar íslenska kúakynsins til kjötframleiðslu eru bornir sama við önnur kúakyn.
Lesa meira

Margir möguleikar í heyefnagreiningum

Eins og bændur þekkja er mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um gróffóðrið sem er undirstaða fóðrunar vetrarins og er þannig grunnurinn að framleiðslunni hvort sem um er að ræða mjólk eða kjöt.
Lesa meira

Nýr starfsmaður á Selfossi

Þann 1. september s.l. kom nýr ráðunautur til starfa hjá RML með aðalstarfsstöð á Selfossi. Hann heitir Hjalti Sigurðsson og verður starfssvið hans einkum á sviði nautgriparæktar auk þess sem hann mun koma að fóðuráætlangerð í nokkrum mæli. Símanúmerið hjá Hjalta er 516 5072 og netfangið er hjalti(hjá)rml.is.
Lesa meira