Fréttir

Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti, vor í lofti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar ykkur gleðilegs sumars. Harpa er fyrsti mánuður sumars samkvæmt gamla norræna tímatalinu og hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl. Við höldum fyrsta dag Hörpu hátíðlegan sem sumardaginn fyrsta.
Lesa meira

Nýjung í WorldFeng - Viðbót við leitarmöguleika: DMRT3 arfgerð

Í síðustu viku var bætt við leitarmöguleika bæði í Ítarlegri leit og Dómaleit í WorldFeng þar sem notendur geta nú leitað eftir hrossum með upplýsingar um DMRT3 arfgerð til viðbótar við aðra leitarmöguleika sem stóðu til boða áður. Bæði er hægt að leita eftir hrossum með arfgerðargreiningu í DMRT3 erfðavísinum (hvort þau séu með AA, CA eða CC arfgerð) og einnig hrossum sem eru með útreikning á líkum á þessum arfgerðum.
Lesa meira

Sýnataka úr búfjáráburði

Þegar bændur og ráðunautar gera áburðaráætlanir er lögð áhersla á að nýta heimafengin áburðarefni sem best. Góð nýting búfjáráburðar er helsta leiðin til þess að lækka hlut tilbúins áburðar án þess að koma niður á magni og gæðum uppskeru. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að þekkja efnainnihald sem best.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 12. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Vinningshafi í getraun RML á Mýrareldahátíð

Þann 7. apríl síðastliðinn var haldin glæsileg Mýrareldahátíð í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þar var Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins með kynningu á starfsemi sinni og að því tilefni var efnt til getraunar þar sem gestum og gangandi bauðst að lykta og þreifa á heytuggu og giska á hver heygæðin væru út frá niðurstöðum úr efnagreiningu.
Lesa meira

Sæðingahrútar verðlaunaðir

Árlega hafa sæðingastöðvarnar veitt verðlaun til ræktenda þeirra sæðingastöðvahrúta sem þótt hafa skarað fram úr sem kynbótagripir. Annars vegar eru veitt verðlaun fyrir besta lambaföðurinn og hinsvegar fyrir mesta kynbótahrútinn. Það er faghópur sauðfjárræktar hjá RML sem velur hrútana og mótar reglur um val þeirra.
Lesa meira

Breyting á verðskrá fyrir dóma á kynbótahrossum

Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytið hefur með bréfi frá 10. apríl síðastliðnum samþykkt endurskoðaða verðskrá fyrir dóma á kynbótahrossum. Sýningargjöld verða fyrir fullan dóm 24.600 kr/mvsk og að auki er innheimt worldfengs gjald og er því heildarverð 26.000 kr. Fyrir sköpulags/reiðdóm er verðið 20.500kr/m.vsk en heildarverð með worldfeng gjaldi 21.500kr. Verðskráin tekur þegar gildi.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í mars

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í mars hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegi þann 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 555 búum. Reiknuð meðalnyt 25.627,6 árskýr á þessum búum, var 6.283 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Tækifæri í kornrækt - Bændafundur RML & LbhÍ

Í kvöld verður haldinn fundur á Hellu um kornrækt. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar kornræktarinnar. Fundurinn hefst kl. 20:00 í sal Stracta Hotel.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2010 afhent

Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem fram fór á Hótel Selfossi í dag var afhent viðurkenning fyrir besta nautið fætt árið 2010 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Úranus 10081 frá Hvanneyri þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni, bústjóra, og Hafþóri Finnbogasyni, fjósameistara, viðurkenninguna og við það tækifæri tók Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, meðfylgjandi mynd.
Lesa meira