Heimsóknir ráðunauta í kornakra

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður hér á landi dagana 29. júlí - 1. ágúst nk. Hann mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Þar verða akrarnir skoðaðir, metið hvernig til hefur tekist, hvort ástæða sé til að bæta úr einhverju og hvort eitthvað hefði mátt gera betur.

Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny og ráðunautum frá RML. Innheimt verður þátttökugjald af þeim sem mæta í þessar kornskoðanir, 8.000 kr. á mann en aðeins þarf þó að greiða fyrir einn frá hverju búi.

Dagskrá heimsóknanna er eftirfarandi:

  • Bryðjuholt í Hrunamannahreppi, þriðjudag 30. júlí kl. 10:00-11:30.
  • Reykjahlíð, Reykhóll og Reykir á Skeiðum, þriðjudag 30. júlí kl. 13:00-14:30. Safnast saman heima á hlaðinu framan við Reykhól.
  • Hjarðarból í Aðaldal, miðvikudag 31. júlí kl. 13:00-14:15.
  • Kvíaból í Kinn, miðvikudag 31. júlí kl. 14:30-15:15.
  • Fimmtudaginn 1. ágúst verða skoðaðir kornakrar í Hornafirði.

Nánari upplýsingar veita Snorri Þorsteinsson, s. 5165035, netfang snorri@rml.is og Eiríkur Loftsson, gsm. 8996422, ráðunautar hjá RML.

el/okg