Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Lokaskýrsla úr verkefninu LOGN („Landbúnaður og náttúruvernd“) er komin út og má nálgast skýrsluna í gegnum tengil hér neðst á síðunni.
Verkefnið var fjármagnað af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er afrakstur samstarfsyfirlýsingar milli UAR og Bændasamtaka Íslands, sem undirrituð var í samningi í desember 2018.
Markmið og tilgangur verkefnisins var að kanna möguleika á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar auk þess að greina tækifæri, hindranir, samlegðaráhrif og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á landbúnaðarsvæðum. Verkefnið gekk samkvæmt áætlun og með góðu samstarfi BÍ, UAR og RML . Verkefninu lauk eins og greint er að ofan með lokaskýrslu í desember síðastliðnum.
Næstu skref í þessu samstarfi eru þegar hafin og hefur samningur um verkefnið LOGN 2020 verið undirritaður. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er beint framhald af LOGN verkefninu og byggir á fenginni reynslu og þekkingu sem skilaði sér í vinnu s.l. árs. Gert er ráð fyrir að verkefnið fari fram á eða í næsta nágrenni við svæði sem afmarkast af tillögu að náttúruminjaskrá, á svæðinu Mýrar – Löngufjörur.
Í verkefninu LOGN 2020 verður aðalmarkmiðið að fá áhugasama bændur til að vinna að áætlun fyrir sína jörð og búrekstur þar sem skilgreind verða verkefni sem fela í sér samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar. Hver þátttakandi mun vinna sérstaka verkefnisáætlun um þau verkefni sem eiga við um þann landbúnað sem þar er stundaður. Jafnframt verður skoðað hvort og hvernig nýta megi möguleg samlegðaráhrif landbúnaðar og náttúruverndar t.d. með tilliti til verðmæti þeirra afurða sem framleiddar eru á viðkomandi bújörð. Vonir standa til að verkefnið geti bæði skilað bændum hagrænum ávinningi en eins jákvæðri þróun til verndar á náttúru og lífríki.
Sjá nánar:
LOGN - Landbúnaður og náttúra - lokaskýrsla
sts/okg