Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í vor var fósturvísum dreift til bænda og kom á dögunum fyrirspurn um leiðbeiningar við val á kúm til að setja fósturvísa upp hjá. Það er eitt og annað sem þarf að hafa í huga við slíkt val.
Val á kúm:
Undirbúningur:
Beiðsli og uppsetning:
Sumir holdanautabændur hafa kannski verið að velta fyrir sér að nota holdakýr í verkefnið. Það er vel hægt og er það gert erlendis. Hins vegar þarf að hafa í huga að fóðrunin þarf að vera einsleit og það þarf að hafa aðstöðu til að taka kýr frá og fylgjast með beiðslum, en það er mikilvægt hvort sem maður notast eingöngu við beiðslisgreiningu með eða án hjálpartækja eða við samstillingu. Það getur verið erfitt að greina beiðsli í holdakúm og krefst það mikillar vinnu og metnaðar. Spurning er hvort auðveldara sé að fá lánaðar eða leigja mjólkurkýr til að setja fósturvísi í og reyna frekar að sæða holdakýrnar með nýja sæðinu. Íslenskar mjólkurkýr eru gjarna á svipuðu fóðri allt árið, oftast vanari mönnum og meðhöndlun. Tryggja þarf að kýrnar fái vítamín og steinefni.
Á kálfurinn að ganga undir eða alast í kálfastíu?
/okg