Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Bændur eru hvattir til að skrá og skila jarðræktarskýrsluhaldi í Jörð.is sem fyrst. Umsóknarfrestur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki er til 1. október. Rétt er að benda á að umsóknarkerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins verður ekki í Bændatorginu eins og undanfarin ár, heldur verður það í Afurð (afurd.is) og reiknað með að það verði tilbúið um miðjan september.
Í sumar tók í gildi reglugerð um stuðning við garðyrkju og eru kröfur til jarðræktarskýrsluhalds vegna útiræktaðs grænmetis ítarlegri en áður. Til dæmis varðandi skráningu á áburðargjöf og notkun varnarefna. Umsóknarfrestur samkvæmt þeirri reglugerð er 23. október.
Til að jarðræktarskýrsluhald uppfylli skilyrði þá þarf að gæta þess að túnkortið sé rétt teiknað. Allar breytingar á endurræktun s.s. hluta af spildum eða ný svæði, þarf að láta teikna inn svo hægt sé að skrá og sækja um styrk fyrir viðkomandi ræktun.
Hægt er að hafa samband við RML til að fá aðstoð við breytingar á túnkorti. Ef svæðin eru mjög flókin eða lítið um kennileiti á loftmyndum til að teikna eftir, þá kann að þurfa að gps-mæla tiltekin svæði. Ef viðkomandi bóndi hefur möguleika á að taka hnitpunkta sjálfur getur hann sent þá hnitin til ráðunauts á ISN93 formi.
Endilega hafið samband sem fyrst við RML ef ykkur vantar aðstoð við túnkortabreytingar og jarðræktarskýrsluhaldið.
/okg