Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Þriðjudaginn 25. júlí kl. 19:00 verða fræðslufundur haldinn á netinu um riðuveiki. Þessi fundur er í raun framhaldsfundur bændafundarins sem fór fram í Miðgarði, Skagafirði 21. júní sl. en þá náðist ekki að flytja öll erindin líkt og til stóð.
Framsögumenn á fundinum verða:
Angel Ortiz Pelaez frá EFSA (Matvælastofnun Evrópusambandsins) – Hann mun fjalla um ESB reglugerðir tengdar aðgerðum þegar upp kemur riðuveiki og þeim valkostum sem eru í boði.
Christine Fast, FLI, Þýskalandi, verkefnastjóri – Almenn kynning á alþjóðlega rannsóknarverkefninu ScIce (Classical Scrapie in Iceland – a model for prion diseases worldwide).
Jörn Gethmann, FLI, Þýskalandi – Rannsóknir á riðu tengt faraldsfræði og kostnaði.
Juan Carlos Espinosa, CISA, Spáni – Fjallar um prófanir á erfðabreyttum músum – ræktun á músum með breytileikann T137 vegna smittilrauna.
Fyrirlestrarnir verða túlkaðir jafnóðum.