Ástand túna á Norður- og Austurlandi víða verulega slæmt

Í dag funduðu forsvarsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Bændasamtaka Íslands og Bjargráðasjóðs með fulltrúum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna afleiðinga ótíðar á Norður- og Austurlandi. Mikið kal er á stórum svæðum í þessum landshlutum og bændur standa frammi fyrir verulegum vanda.

Á fundinum í dag var fjallað um ástandið út frá upplýsingum frá eftirtöldum ráðunautum, þeim Ingvari Björnssyni, Eiríki Loftssyni, Maríu Svanþrúði Jónsdóttur og Guðfinnu Hörpu Árnadóttur. Að þeirra mati er ástandið verulega slæmt.

Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands er frétt sem meðal annars er unnin út frá upplýsingum sem Borgar Páll Bragason hjá RML lagði fram á fundinum.

Sjá nánar á heimasíðu Bændasamtaka Íslands

bpb/okg