Tilkynning frá Guðlaugi Antonssyni hrossaræktarráðunauti

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Guðlaugi Antonssyni hrossaræktarráðunauti RML:

Ágætu hrossaræktendur og aðrir hestamenn.
Ekki er þörf á að endurtaka neitt af því sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi atvik sem varð við dóma kynbótahrossa á Selfossi núna í vikunni. Ég ber ábyrgð á niðurröðun dómara til starfa og endurmenntun þeirra. Allir dómarar sem að dómstörfum koma á Íslandi hafa staðist ströng próf þar um og eru auk þess allir með alþjóðleg réttindi og margir hverjir með áratuga reynslu af dómstörfum. Dómurum ber að gæta réttsýni og óhlutdrægni í öllum sínum störfum hvað sem líður persónulegum skoðunum þeirra bæði á mönnum, málefnum og hrossum.
Ljóst er að umrætt atvik á Selfossi var óásættanlegt. Ég harma að þetta hafi átt sér stað og vil biðja hlutaðeigandi aðila afsökunar og af því verður dreginn lærdómur. Magnús Lárusson hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið og skal efni hennar ekki endurtekið hér.

Með hrossaræktarkveðjum,
Guðlaugur V. Antonsson
Ábyrgðarmaður hrossaræktarsviðs RML.

ga/okg