Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni kynbótamatskeyrslu sem fram fór í lok maí. Ákveðið var að setja sex naut úr 2007 árgangi í notkun sem reynd naut. Nautin eru úr þeim hluta árgangsins sem kominn er með nægjanlegan fjölda dætra með afurðaupplýsingar, mjaltaathugun og útlitsdóm. Þessi naut eru Sandur 07014 frá Skeiðháholti, Rjómi 07017 frá Heggsstöðum, Dúllari 07024 frá Villingadal, Húni 07041 frá Syðra-Hóli, Toppur 07046 frá Kotlaugum og Lögur 07047 frá Egilsstöðum.
Jafnframt var ákveðið að fækka reyndum nautum í notkun og eru þau alls 18 núna, en á næstu vikum og mánuðum mun sæði úr Vindli 05028 og Kola 06003 væntanlega klárast.
Þá var ákveðið að nautsfeður næstu mánuði yrðu þeir Baldi 06010, Kambur 06022, Hjarði 06029 og Lögur 07047.
Margir munu reka augun í lága kynbótaeinkunn Þollssonanna Rjóma 07017 og Dúllara 07024 fyrir skap. Því er til að svara að vissulega er skap í dætrum þessara nauta en ekki þó verra en það að þær koma mjög vel út í gæðaröð auk þess sem ekki er að finna vísbendingar í kúaskoðun um að þarna séu óeigandi gripir á ferð. Hins vegar fá dætur þessara nauta sjaldan fullt hús fyrir skap en gjarnan 4 fyrir þann þátt eins og föðursystur þeirra, dætur Þolls 99008.
Búið er að uppfæra upplýsingar um þessi naut á nautaskra.net, þ.e. inn eru komnar nýjar lýsingar, kynbótamat og uppfærðar tölur úr mjaltaathugun.
Frétt af nautaskra.net
gj