Yfirlit á Miðfossum 14. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Miðfossum föstudaginn 14. júní og hefst klukkan 8:30.

Röðun hrossa á yfirliti

Röð flokka verður með eftirfarandi hætti með einhverjum frávikum.

-    Hryssur 7v. og eldri.
-    Hryssur 6v.
-    Hádegishlé.
-    Hryssur 5v.
-    Hryssur 4v.
-    Stóðhestar 4v.
-    Stóðhestar 5v.
-    Stóðhestar 6v.
-    Stóðhestar 7v. og eldri.

Laugardagur 15. júní.

Vegna breyttrar dagskrár úrtöku vegna heimsleika munu knaparnir Jakob Svavar Sigurðsson, Sigurður Vignir Matthíasson, Viðar Ingólfsson og Sigursteinn Sumarliðason, sem ekki gátu sýnt skráð hross á Miðfossum miðvikudaginn 12. júní, ríða rúmlega tuttugu hrossum til dóms. Byrjað verður kl. 8:00. Seinnipart sama dags verður yfirlitssýning með hrossunum sem riðið var fyrripartinn. Áætlað er að hún hefjist kl. 18:00.

ga/okg