Umræða um kaltjón fór fram á Alþingi í morgun

Sérstök umræða um kaltjón og ótíð á Norður- og Austurlandi fór fram á Alþingi í morgun. Að sögn Sigurðar I. Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætlar ríkisstjórnin að veita bændum sem hafa orðið fyrir tjóni stuðning, en hann segir að búa þurfi til reglur til að vinna eftir og að bíða þurfi og sjá hversu mikið tjónið sé.

Nánar má lesa um umræðuna á Alþingi í frétt sem birtist fyrr í dag á vef Morgunblaðsins: 

Frétt á vef Morgunblaðsins

Einnig var umfjöllun um málið í kvöldfréttum RÚV:

Kvöldfréttir RÚV

/okg