Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarsýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19. og  23. ágúst  hefur verið framlengdur til mánudagsins 12. ágúst. Að svo komnu máli er ekki reiknað með að sýningin hefjist fyrr en 19. ágúst en ef fjöldi verður meiri en búist er við hefst sýningin í lok næstu viku. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is.

Allar frekari upplýsingar má fá í síma Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is, þar eru t.d. leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og  rml@rml.is.                   

Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. Úr stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd í Worldfeng til að hægt sé að skrá þá á sýningu.                                                                                

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf