Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú í haust hefur líflambasala á milli bæja verið talsvert meiri en undanfarin ár og greinilegt að bændur hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í líflömbum með spennandi arfgerðir með tilliti til riðunæmis. RML vill beina því til bænda sem eru að kaupa líflömb að gera upp sitt skýrsluhald áður en að þeir samþykkja nýja gripi inn á bæinn.
Það hefur aðeins borið á því í haust að kaupalömb eru jafnvel með sama lambanúmer og önnur lömb sem fyrir eru á bænum. Ef kaupalömbin eru samþykkt inn kemur upp villa svo ekki er hægt að gera grein fyrir heimalömbunum. Í þeim tilvikum þarf að eyða út öllum kaup- og sölufærslum, gera grein fyrir lömbunum heima á búinu, og byrja svo flutninginn upp á nýtt. Þetta er töluverð handavinna sem tekur tíma að laga, en auðvelt er að komast hjá því með því að geyma það að staðfesta kaup þar til öll lömb á heimabúinu hafa verið gerð upp.
/okg