Hollaröðun á Miðfossum í Borgarfirði 2.-13. júní

Búið er að raða í holl fyrir kynbótasýninguna á Miðfossum dagana 2.-13. júní n.k. Alls eru 300 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 12.30 en hina dagana kl. 08.00. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní.

Dómar munu hefjast á nýjan leik þriðjudaginn 10. júní kl. 8.00 og standa til og með 12. júní. Yfirlitssýning seinni vikunnar fer svo fram föstudaginn 13. júní.  

Nánari tímasetningar yfirlitssýninga verða auglýstar síðar.

Við biðjum knapa og umráðamenn hrossa að virða áætlaðan sýningartíma og mæta tímanlega með hross til mælinga þannig að ekki verði óþarfa tafir á dómsstörfum. Mælingar hefjast að öllu jöfnu 15 mínútum áður en dómar viðkomandi holla hefjast.

Að lokum óskum við öllum er að sýningunni koma góðs gengis.

Sjá nánar:

Hollaröð 2.-6. júní 

Hollaröð eftir knöpum 2.-6. júní 

Hollaröð 10.-13. júní 

Hollaröð eftir knöpum 10.-13. júní 

lr/okg