Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2014 hafa verið teknar saman fyrir allt landið. Niðurstöðurnar má finna í sérstöku skjali hér með fréttinni. Líkt og sjá má í yfirlitstöflu aftast í skjalinu hafa dómar hrútlamba aldrei verið glæsilegri síðustu tíu árin en að jafnaði eru meðal heildarstig allra hrútlamba 83,6 í haust. Bakvöðvamælingar voru sérstaklega glæsilegar þetta árið en bakvöðvi hefur aldrei verið þykkri og hefur þykknað um 2 mm frá því haustið 2003. Vænleiki lamba var víða með mesta móti um norðan- og austanvert landið en sunnanlands og vestan var hann heldur breytilegri.
Jafnframt hefur verið tekið saman yfirlit um afkvæmarannsóknir sem unnar voru fyrir sæðingastöðvarnar núna í haust ásamt umsögn um hverja rannsókn fyrir sig. Á grundvelli þessara rannsókna koma 10 nýir hrútar til notkunar á sæðingastöð næsta vetur, 6 hyrndir og 4 kollóttir.
Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingarstöðvarnar haustið 2014
/eib