Sauðfjárskoðun 2015 - skipulagning og pantanir

Tekið er við pöntunum á lambadomum hér í gegnum heimasíðuna. Aðeins þarf að smella á hnappinn: Panta sauðfjárdóma - hér til hægri á forsíðunni og þar er hægt að velja um að panta lambamælingu eða hrútasýningu. Þegar smellt er á þessar línur opnast umsóknareyðublað.

Fylla þarf út ákveðna reiti í umsóknarblaðinu, velja daga og setja inn fjölda ofl og þegar búið er að senda pöntunina þá birtist pöntunin í lista hjá þeim sem halda utan um skipulagninguna. Starfsmenn RML geta einnig aðstoðað í 5165000.

Hér í töflunni að neðan má líka sjá upplýsingar um þá aðila sem halda utan um skipulagningu sauðfjárdóma haustið 2015. Hægt er að ná í flesta í gegnum skiptiborð RML á opnunartíma kl. 8-16 en senda tölvupóst á viðkomandi eftir það. Þorvaldur Þórðarson heldur utan um skipulag fyrir norðanverða Vestfirði og best er að hafa samband við hann beint en einnig má setja inn pöntun í kerfinu sem mun líka berast Þorvaldi.

Skipulag lambadóma mun birtast á heimasíðu RML undir hnappnum Dagatal sauðfjárdóma, þar geta bændur fylgst með hvaða dagar eru þegar bókaðir og hverjir eru lausir.

Skipuleggjendur lambadóma haustið 2015      
Landsvæði Nafn Borðsími Gsm Netfang
Vesturland, Kjós, Kjalarnes, Suðurnes & Vestfirðir sunnanv Helga Halldórsdóttir 5165025 6591918 heh@rml.is
Vestfirðir norðanverðir Þorvaldur Þórðarson   8483994 stad@simnet.is
Húnaþ. & Strandir Anna Margrét Jónsdóttir 5165007 8486774 amj@rml.is
Skagafj & Eyjafjörður Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir 5165023 8984897 geh@rml.is
S-Þing María Svanþrúður Jónsdóttir 5165036 8947375 msj@rml.is
N-þing & Vopnafjörður Steinunn Anna Halldórsdóttir 5165045 8650945 sah@rml.is
Austurland Guðfinna Harpa Árnadóttir 5165017 8633648 gha@rml.is
Suðurland Fanney Ólöf Lárusdóttir 5165015 8941560 fanneyolof@rml.is
Suðurland (með Fanney) Halla Eygló Sveinsdóttir 5165024 8631803 halla@rml.is