Fyrstu niðurstöður heysýna lofa góðu

Nú eru komnar niðurstöður úr um 150 heysýnum sem send voru til greiningar hjá BLGG í Hollandi. Ríflega þrír fjórðu sýnanna eru af Suðurlandi og hefur ágætt heyskaparsumar sunnanlands því mikil áhrif á meðaltöl heysýnanna enn sem komið er. Nokkrar meðaltalstölur má sjá í töflunni fyrir neðan, en í stuttu máli eru heyin þurr, með litlu trénisinnihaldi, miklu af sykrum og góðu steinefnainnihaldi. Þrátt fyrir meðalmeltanleika lífræns efnis er orkugildið örlítið of lágt fyrir mjólkurkýr, sem skýrist að hluta af því að hinn ómeltanlegi hluti trénisins (iNDF) er heldur hár, þó ekki til vandræða.

jþr/okg