Fréttir

Sveitasæla í Skagafirði

Sveitasæla var haldin á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar kynntu fyrirtæki og félög vörur sínar og þjónustu tengda landbúnaði, húsdýr voru á staðnum, kálfar og hundar voru sýndir og hrútar dæmdir, auk þess sem margt fleira áhugavert var á dagskrá. Heppnaðist sýningin með ágætum.
Lesa meira

Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eftir gott heyskaparsumar á Suðurlandi líður að því að hægt verði að taka verkuð heysýni úr rúllum, böggum og stæðum hjá bændum. Miðað er við að vothey þurfi að verkast í 6-8 vikur áður en óhætt er að taka heysýni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júlí hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegið þ. 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 86% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.159,2 árskúa á þessum 86% búanna, var 6.166 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Námskeið fyrir sauðfjárbændur haldin á Stóra-Ármóti og í Suður-Þingeyjarsýslu

Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið fyrir sauðfjárbændur sem hefur yfirskriftina “Haustið” og fjallar um líflambaval og kynbætur. Farið verður í lambadóma, meðferð lamba að hausti og fleira. Námskeiðið byggir annarsvegar á fyrirlestrum og hinsvegar á verklegum æfingum þar sem farið verður í fjárhús og lömb þukluð og skoðuð.
Lesa meira

Hollaröðun á síðsumarssýningu á Melgerðismelum 17.-19. ágúst

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði, dagana 17. - 19. ágúst. Skráð eru 67 hross til dóms og hefjast dómar miðvikudaginn 17. ágúst kl. 08:00
Lesa meira

Röðun hrossa á síðsumarssýningu á Mið-Fossum 15.-17.ágúst

Kynbótasýning fer fram á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 15. til 18. ágúst. Dómar hefjast kl. 13:00 á mánudaginn 15.ágúst og viljum við biðja sýnendur um að mæta tímanlega í sín holl, svo að tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 15. - 18. ágúst.

Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 15. ágúst. Á mánudeginum verða tvær dómnefndir að störfum þannig að tímasetningar á hollum eru aðrar þann dag, holl 1 hefst að venju kl. 8 en holl 2 kl. 9:30. Endilega hafið þetta í huga þegar þið skoðið röðun hrossa á sýningunni. Mælingar hefjast 10 mínútum fyrir hvert holl þannig við biðjum knapa um að mæta tímanlega, þannig tímasetningar haldist sem best. Að gefnu tilefni eru knapar í morgunhollum sérstaklega beðnir um að mæta á réttum tíma.
Lesa meira

Litagetraun: Svör og úrslit

Um síðustu helgi var RML með bás á handverks- og landbúnaðarsýningunni á Hrafnagili. Það var margt um manninn og þökkum við öllum þeim sem komu við hjá okkur í básinn. Við vorum þar með getraun þar sem skrifa átti niður litanöfn þriggja dýra sem voru á myndum í básnum. Myndirnar fylgja hérna með. Það sköpuðust fjörugar umræður og margir þátttakendur bentu réttilega á að einhver munur sé á skilgreiningum lita eftir landshlutum. Það er því þannig að fleiri en eitt svar getur verið rétt við hvern lit og ekkert endilega víst að þetta sé alveg tæmandi listi.
Lesa meira

Fjögur naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur naut úr 2015 árgangi nauta hér á vefinn. Þetta eru þeir Lúði 15017 frá Geirakoti í Flóa undan Hjarða 06029 og Salvöru 647 Skandalsdótur 03034, Golíat 15018 frá Keldudal í Hegranesi undan Laufási 08003 og Emmu 738 Boltadóttur 09021, Köngull 15019 frá Auðsholti í Hrunamannahr. undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049 og Jólnir 15022 frá Reykjahlíð á Skeiðum undan Bamba 08049 og Borgey 638 Sússadóttur 05037. Jólnir er fyrsti sonur Bamba 08049 sem kemur til dreifingar.
Lesa meira

Pantanir á sauðfjárskoðun

Þessa dagana berast til RML pantanir frá bændum um sauðfjárskoðun. Bændur eru eindregið hvattir til þess að panta tímanlega og æskilegt er að pantanir berist fyrir þann 20. ágúst.
Lesa meira