Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum nóvember hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 12. desember, höfðu skýrslur borist frá 91% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 567. Reiknuð meðalnyt 22.953,9 árskúa á þessum 91% búanna, var 6.194 kg á síðustu 12 mánuðum. Sambærileg tala frá því fyrir mánuði er 6.202 kg. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 44,7 á tímabilinu, en þær voru 44,9 og fyrir mánuði. Hafa þarf enn í huga að hér er um að ræða 91% skil skýrslna og skoða þarf niðurstöðurnar í því ljósi.
Búið þar sem meðalnyt árskúa var mest á síðustu 12 mánuðum var hið sama og við seinustu uppgjör, bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal, en hver árskýr mjólkaði þar 8.897 kg. á tímabilinu. Búið í öðru sæti listans að þessu sinni var bú Þrastar Þorsteinssonar á Moldhaugum við Eyjafjörð þar sem meðalárskýrin skilaði 8.205 kg. á síðustu 12 mánuðum. Bú Þrastar var í þriðja sæti fyrir mánuði. Þriðja í röðinni nú en í fjórða sæti seinast var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem meðalnyt árskúnna var 8.176 kg. á tímabilinu. Fjórða búið nú við lok nóvember en í öðru sæti fyrir mánuði var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Meðalkýrin á Gautsstöðum skilaði 8.134 kg. síðustu 12 mánuðina. Fimmta í röðinni nú, líkt og seinast, var bú Pálma Ragnarssonar í Garðakoti í Hjaltadal þar sem hver árskýr skilaði að jafnaði 8.053 kg. á síðustu 12 mánuðum.
Nythæsta kýrin við uppgjörið nú, sama og við uppgjör októbermánaðar var Aska 1722 (f. Vegbúi 08058) í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu en hún mjólkaði 14.192 kg. á síðustu 12 mánuðum. Önnur í röðinni að þessu sinni, eins og fyrir mánuði síðan, var Urður 1229 (f. Laski 00010) á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði en nyt hennar var 13.870 kg. Þriðja kýrin á listanum, einnig sama og seinast, var Króna 131 (f. 198 undan Stíg 97010) í Ásgarði í Reykholtsdal í Borgarfirði en hún mjólkaði 13.838 kg. sl. 12 mánuði. Fjórða kýrin núna og í fimmta sæti fyrir mánuði, var Skvís 1161 (f. Óskar 965 undan Víðkunni 06034) en nyt hennar á tímabilinu var 13.823 kg. Fimmta á listanum nú við lok nóvember var Stebba Dýra nr. 684 (f. Salómon 04009) á Brúsastöðum í Vatnsdal sem mjólkaði 13.5535 kg. síðustu 12 mánuði.
Alls náðu 70 kýr á búunum, sem afurðaskýrslum fyrir nóvember hafði verið skilað frá skömmu eftir hádegi þ. 12. desember, að mjólka yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum. 17 af þeim náðu að skila meiri mjólk en 12.000 kg. og sex þeirra komust yfir 13.000 kg. markið og þar af mjólkaði ein yfir 14.000 kg.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk