Fréttir

Fleiri reynd naut úr 2010 árgangnum

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum þann 29. september að setja sjö naut úr 2010 árgangnum í notkun sem reynd naut til viðbótar þeim sem áður voru komin til notkunar. Þessi sjö naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa, Sólon 10069 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Dropi 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi, Neptúnus 10079 og Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl og Úlli 10089 frá Dæli í Fnjóskadal.
Lesa meira

Bændur hvattir til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML

Í byrjun september opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum á Búnaðarþingi í vor. RML er eins og bændur vita í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
Lesa meira

Skráning á uppskeru í Jörð.is

Í dag, 21. september, hefur verið skráð að hluta eða öll uppskera ársins 2016 á 169 búum í Jörð.is. Skráð uppskera af túnum er u.þ.b. 26.600 tonn/þe og ef við reiknum með að meðal uppskera af hektara sé um 3500 kg/þe þá er búið að skrá uppskeru á um 7500 hektara. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppskerumagn eftir því í hvaða viku sláttur fór fram.
Lesa meira

Sigurður Guðmundsson kominn til starfa

Sigurður Guðmundsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem rekstrarráðunautur og verður starfsstöð hans á Hvanneyri. Hægt er að ná í Sigurð í síma 5165040 eða í gegnum netfangið sg@rml.is.
Lesa meira

Nú þarf að merkja alla nautgripi

Við viljum vekja athygli umráðamanna nautgripa á að reglugerð um merkingar búfjár hefur breytt á þann veg að að 2. málsgrein 6. greinar hefur verið felld brott. Málsgreinin hljóðaði þannig: Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu fluttir beint frá búinu í sláturhús og auðkenndir þannig að númer móður sé gefið upp við slátrun. Þetta þýðir að merkja verður alla kálfa sem fæðast lifandi í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu hvort sem að þeim er slátrað nýfæddum eða þeir settir á til lífs.
Lesa meira

Sýningarárið 2016

Nú er kynbótasýningum lokið á Íslandi árið 2016. Þessa árs verður minnst meðal annars fyrir öfluga þátttöku í kynbótasýningum, marga stóðhesta sem komu fram á sjónarsviðið með ný afkvæmi og vel heppnað landsmót að Hólum í Hjaltadal.
Lesa meira

Ný óreynd naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Nú eru komnar upplýsingar um ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Hrókur 15023 frá Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum undan Sandi 07014 og Auðlind 694 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 SKurðsdóttur 02012, Hróar 15028 frá Hallfreðarstöðum 2 í Hróarstungu undan Flekk 08029 og Elvu Dögg 641 Stássadóttur 04024 og Ábóti 15029 frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Hrókur og Hróar eru fyrstu synir Sand 07014 og Flekks 08029 sem koma til dreifingar.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í ágúst 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegið þ. 13. september, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.030,2 árskúa á þessum 90% búanna, var 6.163 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Fjöldi sýndra hrossa á Íslandi sumarið 2016

Nú að afloknum kynbótasýningum sumarsins er rétt að líta yfir farinn veg. Sýningarnar urðu 12 alls, 8 vorsýningar, 1 miðsumarssýning og 3 síðsumarssýningar. Á þessu sýningum voru dæmd 1.428 hross, 1.064 í vor, 99 miðsumars og 265 síðsumars. Á Suðurlandi voru dæmd 948 hross á sex sýningum, Vesturlandi 177 hross á tveim sýningum, Norðurlandi 287 hross á þremur sýningum og Austurlandi 16 hross. Hér er ekki meðtalið Landsmót á Hólum í Hjaltadal en þar voru dæmd 157 hross.
Lesa meira

Hver er næringarefnastaða túnanna?

Það hefur löngum verið talið mikilvægur þáttur í bústjórn að láta efnagreina jarðvegssýni af túnum á nokkurra ára fresti. Þannig geta bændur byggt betur undir ákvarðanir varðandi áburðarkaup og endurræktun túna.
Lesa meira