Fleiri reynd naut úr 2010 árgangnum
03.10.2016
Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum þann 29. september að setja sjö naut úr 2010 árgangnum í notkun sem reynd naut til viðbótar þeim sem áður voru komin til notkunar. Þessi sjö naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa, Sólon 10069 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Dropi 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi, Neptúnus 10079 og Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl og Úlli 10089 frá Dæli í Fnjóskadal.
Lesa meira