Fréttir

Hrútafundir framundan

Mánudaginn 21. nóvember er gert ráð fyrir að ný hrútaskrá líti dagsins ljós. Líkt og undanfarin ár verða haldnir fundir á vegum búnaðarsambandanna um land allt þar sem hrútakosturinn verðu kynntur og skránni dreift. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi.
Lesa meira

Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 18. nóvember næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi. Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum.
Lesa meira

Fjögur ný naut í útsendingu úr 2015 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Búálfur 15026 frá Naustum í Eyrarsveit undan Kletti 08030 og Búbót 204 Hlauparadóttur 04010, Grani 15030 frá Syðri-Gróf í Flóa undan Toppi 07046 og Ljómalind 519 Flóadóttur 02029, Dreki 15031 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi undan Sandi 07014 og Systu 368 Síríusardóttur 02032 og Uni 15034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Flekk 08029 og Bollu 553 Bambadóttur 08049.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum október hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þ. 11. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 89% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 566. Reiknuð meðalnyt 22.721,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.202 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Aukinn stuðningur vegna nýtingar ræktunarlands

Á sama tíma og stuðningur til landbúnaðar hefur farið lækkandi hefur stuðningur til jarðræktar aukist. Þó svo að umfang hans sé enn tiltölulega lítið í heildarstuðningnum þá virðist stuðningur til landbúnaðar vera að þróast í þessa átt.
Lesa meira

Sigurlína Erla Magnúsdóttir komin til starfa

Sigurlína Erla Magnúsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem almennur ráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Hægt er að ná í Sigurlínu í síma 516 5046 eða í gegnum netfangið sigurlina@rml.is.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba haustið 2016

Upplýsingar um skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum nú í haust liggja fyrir og finna má upplýsingarnar í töflu sem fylgir með. Líkt og tölurnar gefa til kynna eru lömbin almennt betri en áður.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans.
Lesa meira