Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Á undangengnum misserum hefur verið rætt um nauðsyn þess að vakta væntanlegt framboð á nautakjöti og vinna framleiðsluspár fram í tímann svo bregðast megi tímanlega við sveiflum í framboði og eftirspurn. Meðal annars samþyykti aðalfundur LK 2017 tillögu þess efnis að koma á reglulegri vöktun á framleiðslu nautakjöts í samstarfi við RML og hagsmunaaðila. Í því skyni yrðu teknar saman nauðsynlegar upplýsingar og þær gerðar aðgengilegar fyrir bændur og hagsmunaaðila.
RML hefur nú brugðist við þessu með þeim hætti að birta fjölda lifandi nautgripa samkvæmt skráningum í Huppu hér á vefnum. Yfirlitið er með þeim hætti að gripirnir eru flokkaðir eftir kyni og aldri og ætti því að vera aðgengilegt fyrir viðkomandi aðila að nýta þessar tölur til þess að fylgjast með breytingum milli mánaða og gera spár um væntanlega framleiðslu nautakjöts.
Gögnin taka mið af öllum skráningum í Huppu og síðan skýrsluhald varð skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt skilar yfirgnæfandi meirihluti mjólkur- og nautakjötsframleiðenda skýrslum mánaðarlega. Hér á því að vera um eins áreiðanlegar tölur að ræða og nokkur er kostur.
Sjá nánar:
Lifandi nautgripir
/gj