Fréttir

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á allar vorsýningar er 26. maí

Þegar þetta er ritað eru tvær sýningar fullbókaðar en það eru sýningarnar í Spretti og á Gaddstaðaflötum dagana 12. til 16. júní. Lokaskráningardagur á allar sýningar vorsins sem eftir eru er föstudagurinn 26. maí. Sýningar verða á þremur stöðum dagana 6. til 9. júní, í Borgarnesi, Víðidal og á Gaddstaðaflötum, enn eru laus pláss á öllum þessum sýningum. Sýningin á Hjólum í Hjaltadal verður vikuna 12. til 16. júní, lokaskráningardagur á hana er 26. maí eins og þegar hefur komið fram.
Lesa meira

Kynbótasýning á Iðavöllum

Kynbótasýning fer fram á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði dagana 1. til 2. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

Fræðslufundur um nýtingu sauða- og geitamjólkur

Fullyrða má að ónýtt sóknarfæri liggi í nýtingu sauða- og geitamjólkur hér á landi. Áhugi fyrir mjöltum og vinnslu úr mjólkinni er til staðar, enda möguleikarnir kannski meiri en nokkru sinni áður að bjóða heimaunnar landbúnaðarvörur nú þegar landið okkar er svo vinsæll áningarstaður ferðamanna. Þá er ekki vanþörf á því að skoða alla möguleika sem kunna að vera fyrir hendi í því að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði.
Lesa meira

Kynbótasýningar Melgerðismelum og Selfossi 29. maí - 2. júní

Kynbótasýningar fara fram dagana 29. maí til 2. júní á Melgerðismelum og á Selfossi, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 22. til 26. maí.

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22. til 26. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 22. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 26. maí. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" á forsíðu heimasíðunnar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 564 búum. Reiknuð meðalnyt 24.817,4 árskúa á þessum búum, var 6.046 kg
Lesa meira

Til athugunar vegna skýrsluhalds og greiðslna í nautgriparækt

Við vekjum athygli á því að skýsluhald í nautgriparækt er skilyrði fyrir öllum greiðslum samkvæmt samningi starfsskilyrði nautgriparæktar. Matvælastofnun mun um næstu mánaðamót fresta greiðslum til þeirra sem ekki hafa gert full skil fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og til grundvallar eru lögð skil á svokölluðu lögbundnu skýrsluhaldi.
Lesa meira

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði 22.-26 maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22.-26. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

Við auglýsum eftir ráðunaut

Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi. Þekking á sviði landbúnaðar. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Geta til að vinna undir álagi. Góðir samskiptahæfileikar.
Lesa meira