Fréttir

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Góð þátttaka var í afkvæmarannsóknum síðastliðið haust en 82 bú uppfylltu skilyrði afkvæmarannsókna. Meðal skilyrða var að hver hrútur þyrfti að hafa, að lágmarki, kjötmatsupplýsingar fyrir 15 afkvæmi og líflambadóma fyrir 8 afkvæmi af sama kyni. Skilyrði að í samanburðinum séu að lágmarki 5 hrútar og þar af 4 veturgamlir, en styrkur er eingöngu greiddur á veturgömlu hrútana.
Lesa meira

Heimarétt WorldFengs

Eins og fram hefur komið á forsíðu WF voru skýrsluhaldsskil dræm fyrir áramótin en heldur hefur nú ræst úr síðan þá. Margir lentu t.d. í basli með fangskráningu en þökk sé góðum ábendingum frá notendum hafa nú verið gerðar nokkrar breytingar á kerfinu, þannig vonandi er það aðgengilegra.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 575 en á árinu 2015 voru þeir 580. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 24.999,2 árskýr skiluðu 6.129 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 278 kg frá árinu 2015
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði og er mikil verðlækkun á áburði milli ára. Senn líður að því að bændur þurfi að ganga frá áburðarpöntun fyrir vorið. Hjá ráðunautum RML í jarðrækt er annríki þessa dagana í vinnu við áburðarráðgjöf og gerð áburðaráætlana fyrir bændur.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Undanfarið hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá RML. Í október hóf Harpa Birgisdóttir störf sem almennur ráðunautur. Starfsstöð Hörpu er á Blönduósi og hægt er að ná í hana í síma 516 5048 eða í gegnum netfangið harpa@rml.is. Nú um áramótin hófu tveir nýir starfsmenn störf.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið - vegna breytinga á búvörusamningum

Nú um áramótin tóku gildi nýir búvörusamningar. Nánari útfærsla á framkvæmd þeirra má finna í reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt. Frá og með nýliðnum áramótum er þátttaka í skýrsluhaldi skilyrði fyrir greiðslum. Skiladagur vorgagna verður 20. ágúst ár hvert og skal tilkynna framleiðanda fyrir 1. september ef hann stenst ekki skil og veita að hámarki fjögurra vikna frest.
Lesa meira

DNA-stroksýni og örmerkingar

Pétur Halldórsson ráðunautur hjá RML verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 9. janúar og föstudaginn 13. janúar, næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Að loknum sauðfjársæðingum 2016

Sauðfjársæðingar gengu að mestu vel fyrir sig þetta árið. Tíðin var yfirleitt hagstæði til sæðisflutninga en ekki náðist þó að senda sæði á Austurland alla daga sem þar átti að sæða og kemur það niður á þátttöku þar.
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,24 kr/l. þann 1. jan. 2017

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk. Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.
Lesa meira

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira