Fréttir

Norrænn fundur um skýrsluhald í nautgriparækt

Í gær funduðu og báru saman bækur sínar varðandi skýrsluhald í nautgriparækt ráðunautar frá Norðurlöndunum og Eistlandi. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Selfossi en þessi hópur hittist einu sinni á ári og flyst fundurinn landa á milli. Á fundinum er farið yfir stöðu skýrsluhaldsmála í hverju landi fyrir sig, farið yfir nýjungar og þau vandamál sem við er að eiga auk þess sem möguleikar og kostir aukins samstarfs og samvinnu eru ræddir.
Lesa meira

Burkni og Bekri verðlaunahrútar stöðvanna 2017

Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðingastöðvanna fyrir besta lambafaðir stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbótahrútinn árið 2017. Það eru ræktendur hrútanna sem hljóta verðlaunin. Valið á verðlaunahrútunum er í höndum faghóps sauðfjárræktar hjá RML.
Lesa meira

RML á aðalfundi Landssambands kúabænda

Aðalfundur Landsamband kúabænda var haldinn á Hótel Kea á Akureyri dagana 24. og 25. mars. Eins og undanfarin ár var Fagþing í nautgriparækt haldið á sama tíma, eða eftir hádegi þann 24. mars. Margt var um manninn en veðrið hafði þó sitt að segja og voru þó nokkuð margir gestir sem ekki komust vegna veðurs.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2017

Búið er að uppfæra kynbótamat sauðfjár þar sem afurðagögn frá árinu 2016 eru tekin með. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís.
Lesa meira

Fagráðstefna sauðfjárbænda

Í tengslum við aðalfund sauðfjárbænda 30. og 31. mars nk. verður fagráðstefna að loknum aðalfundi á föstudeginum. Dagskrá hennar fylgir hér
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Þessa dagana standa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir námskeiðum í Jörð.is. Tvö námskeið voru haldin í gær og voru þau mjög vel sótt. Hér að neðan má sjá lista yfir námskeið næstu daga:
Lesa meira

Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) „ miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti , - og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.
Lesa meira

Tilraunir með þvagefni sem nituráburð hjá LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands gaf nýverið út rit undir heitinu: Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð. Er þar gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegra tilrauna þar sem þvagefni er notað sem niturgjafi í tún- og kornrækt. Á seinustu öld var gert nokkuð af tilraunum með þvagefni sem niturgjafa í túnrækt. Flestar sýndu þær lakari nýtingu nitur vegna þess hve rokgjarnt þvagefni er.
Lesa meira

Jarðræktarforritið Jörð.is

Námskeið haldið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild LbhÍ. Námskeiðið er einkum ætlað bændum en opið öllum. Námskeiðið er sett upp sem fyrirlestur þar sem sýnikennsla á forritið Jörð.is og raunveruleg dæmi verða í aðalhlutverki.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. mars, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.739,4 árskúa á þessum búum, var 6.040 kg
Lesa meira