Fréttir

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 5. og þriðjudaginn 9. maí. Áhugasamir hafi samband við Pétur S: 862-9322, eða petur@rml.is.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2009 afhent

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna 28. apríl 2017 á Flúðum var viðurkenning fyrir besta naut fætt árið 2009 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands afhent. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi nafnbótina en ræktendur hans eru Fjóla I. Kjartansdóttir og Sigurði Ágústsson, bændur í Birtingaholti 4. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML afhenti Fjólu Kjartansdóttur viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira

Nýtt rit LbhÍ: Fóðrun áa á meðgöngu

Við vekjum athygli á að út er komið rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 79: Fóðrun áa á meðgöngu. Höfundur ritsins er Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ og sauðfjárbóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit. Ritinu er ætlað að gefa leiðbeiningar um ýmis atriði varðandi fóðrun sauðfjár og er fjallað um nýlegar íslenskar tilraunir með fóðrun áa á meðgöngu og einnig tekin saman almennur fróðleikur um sama efni.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru

Líkt og undanfarin ár birtir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lista yfir verð og framboð á sáðvöru hér á landi. Byggir listinn á upplýsingum frá söluaðilum ásamt umsögnum um einstök yrki skv. ritinu Nytjaplöntur á Íslandi sem gefið er út af Landbúnaðarháskóla Íslands. Einnig minnum við fólk á að skrá ræktun inn í Jörð.is en hægt er að velja yrki sem í boði eru á íslenskum fræmarkaði úr listum þar.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er tengill sem vísar í "skrá á kynbótasýningu“. Leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu má einnig finna hér á heimasíðunni undir kynbótastarf/hrossarækt/kynbótasýningar.
Lesa meira

Áhugaverðar greinar í Icelandic Agricultural Science

Þrjár fyrstu greinarnar í hefti 30/2017 af alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences voru að koma út. Þessar þrjár mjög áhugaverðu greinar fjalla um ólík efni og hægt er að nálgast þær allar með því að smella á tengil hér neðst í fréttinni.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í marsmánuði sem nú er nýliðinn, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til fljótlega eftir hádegið þann 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.914,4 árskúa á þessum búum, var 6.037 kg
Lesa meira

Nýjar skrifstofur RML á Sauðárkróki og Hvolsvelli

Upp á síðkastið hafa staðið yfir flutningar hjá starfsfólki tveggja starfsstöðva RML. Starfsstöðin á Hvolsvelli sem áður var til húsa á Austurvegi 4 er nú flutt að Ormsvelli 1 en starfsstöðin á Sauðárkróki sem áður var til húsa að Aðalgötu 21 er nú flutt að Borgarsíðu 8. Á starfsstöðinni á Hvolsvelli starfar Pétur Halldórsson hrossaræktarráðunautur en á Sauðárkróki eru þau Eiríkur Loftsson ábyrgðarmaður í jarðrækt, Ditte Clausen ábyrgðarmaður í loðdýrarækt, Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Kristján Óttar Eymundsson en þau starfa bæði sem þjónusturáðunautar.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is - Skráningarfrestur að renna út

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands standa þessa dagana fyrir námskeiðum þar sem kennt er á skýrsluhald- og jarðræktarforritið Jörð.is. Á þessum námskeiðum er farið yfir hvernig bændur geta nýtt sér forritið til þess að halda utan um það skýrsluhald sem nauðsynlegt er til þess að geta uppfyllt forsendur styrkja vegna ræktunar og landgreiðslna.
Lesa meira

RML á landsfundi sauðfjárbænda

Á landsfundi sauðfjárbænda í Reykjavík í síðustu viku kynnti RML starfsemi sína sem tengist sauðfjárrækt með því að setja upp kynningarbás á seinni fundardeginum. Þar var fundargestum m.a. boðið að taka þátt í getraun þar sem spurt var um fáein atriði er tengjast ræktunarstarfinu.
Lesa meira