Opnað á skráningar á síðsumarssýningar
25.07.2017
Þann 24. júlí var opnað á skráningar á síðsumarssýningar. Boðið verður upp á þrjár sýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningarnar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudagurinn 11. ágúst.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira