Vinningshafi í getraun RML á Mýrareldahátíð

Þann 7. apríl síðastliðinn var haldin glæsileg Mýrareldahátíð í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þar var Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins með kynningu á starfsemi sinni og að því tilefni var efnt til getraunar þar sem gestum og gangandi bauðst að lykta og þreifa á heytuggu og giska á hver heygæðin væru út frá niðurstöðum úr efnagreiningu. Það var hægt að giska á milli fjögurra valmöguleika. Niðurstaðan var mjög ánægjuleg því það giskuðu flestir á réttu efnagreininganiðurstöðuna.

Dregið hefur verið úr réttum svörum og til verksins voru fengin framkvæmdastjóri RML, Karvel L. Karvelsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs.

Vinningshafinn er Ásmundur Einar Daðason og hlýtur hann í verðlaun, ráðgjöf hjá RML að verðmæti 30.000 krónur.

bpb/okg