Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 10. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Pantanir sem berast fyrir 10. ágúst njóta forgangs við niðurröðun og þeir sem panta síðar geta lent í verri stöðu með að fá lambaskoðun á þeim tíma sem þeir óska eftir.
Tímagjald í lambaskoðun fylgir gjaldskrá RML sem hljóðar upp á 7.500 kr. + vsk á útseldan tíma í dagvinnu fyrir hvern starfsmann. Komugjald er 6500 kr. Aðstoð frá t.d. forsvarsmönnum fjárræktarfélaga við að ná sem bestri nýtingu á vinnudag dómara á hverju svæði er mjög vel þegin og kemur öllum sem að þessu koma til góða. Þar sem leyfilegt er, getur verið hagræði af því að bændur komi saman með minni lambahópa. Þá geta þeir deilt með sér komugjaldinu og ná jafnvel að minnka ögn þann tíma sem unnið er fyrir hvern og einn.
Sjá nánar:
ább/okg