Breyttar forsendur fyrir útflutningi á heyi til Noregs

Í frétt á vef Matvælastofnunar er eftirfarandi komið á framfæri: "Eftir nánari athugun hafa lögfræðingar Mattilsynet í Noregi nú komist að þeirri niðurstöðu að útflutningur á heyi frá Íslandi falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Vegna þessa þarf ekki að gefa út heilbrigðisvottorð við útflutning og þar með er ekki þörf á aðkomu Matvælastofnunar að málinu.

Heilbrigðisvottorð sem Matvælastofnun hefði annars gefið út þurfa ekki fylgja sendingum af heyi til Noregs eins og Norðmenn kröfðust áður. Þar með eru heldur engar takmarkanir á því hvaða uppskipunarhöfn er notuð í Noregi".

Sjá nánar
Upplýsingar á vef Matvælastofnunar, birtar 13. ágúst
Upplýsingar á vef RML, birtar 7. ágúst

klk/okg