Lambadómar 2018 – Pantanir og skipulagning

Lambadómar hefjast í næstu viku og nú þegar eru margir bændur búnir að senda inn pantanir. Skilvirkast er að panta lambadóma í gegnum heimsíðu RML eða hafa samband við starfsmenn RML sem eru í skipulagningu dómanna. Þeir geta tekið niður pantanir í gegnum síma óháð allri svæðaskiptingu ef ekki næst í skipuleggjanda viðkomandi svæðis. Best er að hringja í aðalsímanúmer RML 516-5000 til þess að fá samband við starfsmenn sem geta tekið símtöl þegar vinnan verður komin á fullt. Haft verður samband við alla sem hafa pantað dóma í vikunni áður en dómar fara fram til að staðfesta tímasetningar og fá staðfestar upplýsingar um fjölda lamba. Bændur eru beðnir að koma pöntunum sínum á framfæri eins fljótt og mögulegt er svo auðveldara sé að skipuleggja vinnuna með sem hagkvæmustum hætti og koma til móts við óskir bænda.

Eftirtaldir annast skipulagningu lambadóma haustið 2018:

  • Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjörður og Snæfellsnes: Árni B. Bragson - ab@rml.is og Oddný Kristín Guðmundsdóttir - okg@rml.is.
  • Dalasýsla: Eyjólfur Ingvi Bjarnason - eyjolfur@rml.is
  • Barðastrandarsýslur og Ísafjarðarsýslur: Lárus G. Birgisson - lgb@rml.is
  • Strandasýsla og Vestur-Húnavatnssýsla: Sigríður Ólafsdóttir - so@rml.is
  • Austur-Húnavatnssýsla: Harpa Birgisdóttir - harpa@rml.is
  • Skagafjörður og Eyjafjörður: Sigurlína Erla Magnúsdóttir - sigurlina@rml.is
  • S-Þingeyjarsýsla: María Svanþrúður Jónsdóttir - msj@rml.is
  • N-Þingeyjarsýsla: Sigurður Þór Guðmundsson - sthg@svalbardshreppur.is
  • Múlasýslur: Guðfinna Harpa Árnadóttir - gha@rml.is
  • Skaftafellssýslur, Rangárvallasýsla og Árnessýsla: Fanney Ólöf Lárusdóttir - fanneyolof@rml.is

Árni B. Bragason (ab@rml.is) hefur yfirumsjón með skipulagi lambadóma þetta haustið s.s. miðlun á mannskap milli svæða ef þörf verður á og fleira.

Sjá nánar

Panta lambamælingu

ább/okg