Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um eða eftir hádegið þ. 11. apríl 2019.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 545 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.694,1 árskýr á fyrrnefndum 545 búum var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslur höfðu borist frá var 47,1.
Meðalnyt árskúa var á síðustu 12 mánuðum, mest á búi Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal, sama búi og undanfarna mánuði, þar sem meðalkýrin skilaði nú 8.730 kg. að jafnaði. Annað í röðinni við uppgjörið nú var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal. Meðalnyt árskúa þar reiknaðist nú 8.343 kg. Í þriðja sæti var bú Garðars Guðmundssonar í Hólmi í Austur-Landeyjum þar sem meðalkýrin skilaði 8.213 kg. á síðustu 12 mánuðum. Fast á eftir fylgdi bú Ólafar og Valgeirs í Hvammi á Barðaströnd þar sem árskýrin skilaði að jafnaði 8.201 kg. síðustu 12 mánuðina. Fimmta sætið nú í mars vermdi bú Búkosta ehf. í Reykjahlíð á Skeiðum en þar var meðalnyt árskúa 8.163 kg.
Nythæst sl. 12 mánuði var kýrin Gola 694 (f. Þytur 09078) í Egilsstaðakoti í Flóa en nyt hennar var 13.852 kg. á tímabilinu. Önnur á listanum að þessu sinni var kýr nr. 910 í Flatey á Mýrum í Hornafirði sem mjólkaði 13.593 kg. á tímabilinu. Þriðja reyndist vera kýr nr. 814 (f. Lykill 02003) á Innri-Kleif í Breiðdal eystra en hún mjólkaði 12.994 kg. síðustu 12 mánuðina. Fjórða í röðinni var Hugrún 391 (f. Birtingur 05043) á Hnjúki í mynni Vatnsdals en nyt hennar var 12.958 kg.
Alls náðu 73 kýr á búunum, sem afurðaskýrslum fyrir mars hafði verið skilað frá um hádegisbilið þ. 11. apríl, að mjólka 11.000 kg. og þar yfir á síðustu 12 mánuðum. Af þeim skiluðu 18 yfir 12.000 kg. nyt á tímabilinu og þar af tvær sem náðu að skila meira en 13.000 kg.
Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 21,3 en árskýrnar reiknuðust að jafnaði 18,1 og meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 4.868,7 kg. Meðalfallþungi allra ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum undanfarna 12 mánuði var 240,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 737,5 dagar.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk