Sýnataka úr búfjáráburði

Jarðræktarráðunautar RML vilja minna bændur á ávinning þess að láta efnagreina búfjáráburð. Á flestum búum er stuðst við meðalgildi á efnainnihaldi búfjáráburðar þegar magn tilbúins áburðar er reiknað. Það hefur hins vegar verið að koma betur í ljós að breytileiki í samsetningu búfjáráburðar er mikill milli bæja. Verðmæti áburðarefna í búfjáráburði eru mikil og því eftir miklu að sækjast að vita hvaða afurð menn hafa í höndunum í raun og veru.

Þeir bændur sem nota Jörð.is geta skráð eigin efnagreiningar inn í forritið (ráðunautar RML geta aðstoðað við það). Er þá hægt að nota niðurstöðurnar þegar áburðaráætlun er gerð eða hún uppfærð miðað við nýjar upplýsingar.

Hægt er að fá sýnin greind hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri.

Sjá nánar

Aðferðir við sýnatöku

sþ/okg