LOGN netfyrirlestrar 22. apríl og 24. apríl - tenglar

 Við minnum á tvo áhugaverða netfyrirlestra nú á næstu dögum en þeir eru hluti af fyrirlestraröð LOGN verkefnisins. Miðvikudaginn 22. apríl kl. 13:00 Vistgerðir á landi, í fjörum og ferskvatni og tillögur á náttúruminjaskrá og  föstudaginn 24. apríl kl. 13:00 Fuglar og dýralíf. Fyrirlestrarnir eru í gegnum samskiptaforritið Teams og er frekar auðvelt að tengjast í gegnum uppgefna tengla hér á síðunni. Allir velkomnir.

 

Miðvikudaginn 22. apríl   

Vistgerðir á landi, í fjörum og ferskvatni og tillögur á náttúruminjaskrá.  

Vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands verður kynnt og fjallað um vistgerðir á landi, í fjörum og ferskvatni sem finnast á Mýrum í Borgarbyggð og sunnanverðu Snæfellsnesi. Svæðið Mýrar-Löngufjörur er tilnefnt á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár vegna vistgerða á landi, í fjörum og ferskvatni og vegna fugla og verður gerð grein fyrir forsendum sem liggja að baki vali svæðisins.

Að kynningunni koma Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur 
og Sunna Björk Ragnarsdóttir sjávarlíffræðingur en báðar starfa á Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti og á Akureyri.  

 Hægt að skrá sig inn á fundinn hér:Teams

 

Föstudaginn 24. apríl 

Fuglar og dýralíf 

Fjallað verður um auðugt fuglalíf, mikilvæg fuglasvæði og villt spendýr á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum í Borgarbyggð. Á þessu svæði eru alþjóðlega mikilvægar sjófuglabyggðir m.a. lunda og æðarfugls. Hér eru einnig mikilvægir viðkomustaðir margra farfugla eins og blesgæsar, margæsar, rauðbrystings, sanderlu og jaðrakans, fjaðrafellistöðvar álftar og æðarfugls og annað helsta varpland hafarnar. Refir eru algengir á þessu svæði og selalátur eru víða á skerjum.  

Flytjendur eru Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Ester Rut Unnsteinssdóttir dýravistfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands.   

Hægt að skrá sig inn á fundinn hér: Teams