Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 21. til 24. ágúst

Röðun hrossa á kynbótasýningunum á Hólum í Hjaltadal og Rangárbökkum við Hellu vikuna 21. til 24. ágúst hefur verið birt hér á heimasíðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 21. ágúst kl. 8:00. Alls eru 91 hross skráð á sýninguna á Hólum og 74 á Rangárbökkum. Báðum sýningunum lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 24. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

„Þegar halla að hausti fer, heiðin kallar löngum“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 21. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Bændur eru hvattir til að ganga frá skráningum í Jörð.is sem fyrst til að geta sótt um jarðræktarstyrki í garðyrkju. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Starfsfólk RML aðstoðar bændur við skráningar og að teikna upp garðlönd ef þurfa þykir. Eins og undanfarin ár þá þarf fyrst að ganga frá skráningum og skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is áður en hægt er að sækja um styrkinn í Afurd.is.
Lesa meira

Sæði úr Angus-nautunum Lilla og Laka komið í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Lilla 22402 og Laka 22403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Lilli 22402 og Laki 22403, eru báðir undan Laurens av Krogedal NO74075. Móðurfaðir Lilla er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Laka er Horgen Erie NO74029. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.is auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira

Mæling á glæðitapi – viðbót við jarðvegsefnagreiningar

Jarðvegsefnagreiningar gefa upplýsingar um sýrustig (pH) jarðvegs og magn auðleystra plöntunæringarefna sem svo eru nýttar til að áætla áburðarþarfir ræktunarspildna og til að meta þörf á kölkun. Plöntunæringarefnin sem mæld eru í jarðvegsefnagreiningum hér á landi eru aðalnæringarefnin fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg) og á síðustu árum var snefilefnunum mangan (Mn), sink (Zn) og kopar (Cu) bætt við.
Lesa meira

Ráðstefna EGF í Litháen 2023 um framtíð grasræktar í skiptirækt

Í byrjun júní fóru tveir ráðunautar RML, Sigurður Max Jónsson og Elena Westerhoff, á ráðstefnu EGF (European grassland federation) um framtíð grasræktar í Evrópu. Guðni Þorvaldsson prófessor hjá LBHÍ slóst í för með okkur. Í ár var LAMMC (Lithuanian Research Centre for Agriculture and Forestry) gestgjafi og var ráðstefnan haldin í Vilníus í Litháen.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað kálfa til kynþroska

Fóður- og nautgriparæktarráðunautar RML hafa útbúið næsta bækling í röð bæklinga með fræðsluefni um fóðrun og aðbúnað nautgripa til kjötframleiðslu. Bæklingurinn er unninn með stuðningi frá þróunarfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - síðasti skráningardagur 7. ágúst.

Minnum á að síðasti skráningardagur á síðsumarssýningar er á miðnætti mánudagsins 7. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningar eru í boði.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Hellu 2. ágúst

Hér að neðan má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hellu miðvikudaginn 2. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00 eins og venja er á 7 vetra hryssum og endar á yngstu stóðhestum. Áætlað er að yfirlitinu sé lokið um 12:30.
Lesa meira

Hella miðsumarssýning: Hollaröð á yfirlitssýningu 2. vika.

Hollaröðun yfirlitssýningar fyrir aðra viku miðsumarssýningar á Hellu sem haldin verður þann 28. júlí er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 og byrjað verður á elstu hryssum eins og venja er og endað á elstu stóðhestum. Áætluð lok sýningar eru um 18:30.
Lesa meira