Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast Topp Team Fôring. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks. Þá vakti það athygli þeirra hversu margir beita á grænfóður seinnipart sumars, sér í lagi tíðkast ekki að nota repju til beitar í Noregi. Á myndinni er hópurinn í heimsókn í Bryðjuholti, en þar voru kýrnar á 3ja ára gamalli nýrækt með rauðsmára, vallarfoxgrasi og hávingli. Þar að auki fá þær heilfóður og kjarnfóður inni. Norsku ráðunautarnir fóru fögrum orðum um jöfn og góð hold kúnna auk þess sem beitinni var hrósað í hástert.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Line Bergersen, Merete Bekkevoll, Anja Våg Skjold, Eirin Sannes Sleteng og Anita Stevnebø.
(Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML tók myndina).
jþg/gj