Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Þessa dagana eru margir bændur að huga að áburðarkaupum fyrir vorið. Eins og áður leita bændur mikið ráða hjá ráðunautum RML varðandi val á áburðartegundum og magni svo kaupin geti sem best verið í takti við áburðarþarfir túnanna, uppskeruvæntingar og raunhæf fjárútgjöld. Áburðaráætlanagerð þarf þannig að taka mið af mörgum breytum og mikilvægt að sem mestar upplýsingar liggi fyrir þegar þær eru unnar. Til dæmis er mikið lagt upp úr því að meta niðurstöður jarðvegssýna frá því í haust í sérútbúnum jarðvegssýnatúlk, en margir bændur voru duglegir að láta skoða næringarástand túnanna.
Ráðunautar RML hafa útbúið reiknilíkan (í excel töflureikni) sem sýnir breytingar í magni áburðarefna eftir því hver áætlaður köfnunarefnisskammtur er. Þar eru upplýsingar um allar túnáburðartegundirnar sem eru á markaðnum í dag. Skjalið er aðgengilegt hér á vefnum undir nytjaplöntur/jarðrækt/Áburðarframboð 2015.
Sjá nánar:
bpb/okg