Fréttir

Sýningarárið 2016

Nú er kynbótasýningum lokið á Íslandi árið 2016. Þessa árs verður minnst meðal annars fyrir öfluga þátttöku í kynbótasýningum, marga stóðhesta sem komu fram á sjónarsviðið með ný afkvæmi og vel heppnað landsmót að Hólum í Hjaltadal.
Lesa meira

Ný óreynd naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Nú eru komnar upplýsingar um ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Hrókur 15023 frá Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum undan Sandi 07014 og Auðlind 694 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 SKurðsdóttur 02012, Hróar 15028 frá Hallfreðarstöðum 2 í Hróarstungu undan Flekk 08029 og Elvu Dögg 641 Stássadóttur 04024 og Ábóti 15029 frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Hrókur og Hróar eru fyrstu synir Sand 07014 og Flekks 08029 sem koma til dreifingar.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í ágúst 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegið þ. 13. september, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.030,2 árskúa á þessum 90% búanna, var 6.163 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Fjöldi sýndra hrossa á Íslandi sumarið 2016

Nú að afloknum kynbótasýningum sumarsins er rétt að líta yfir farinn veg. Sýningarnar urðu 12 alls, 8 vorsýningar, 1 miðsumarssýning og 3 síðsumarssýningar. Á þessu sýningum voru dæmd 1.428 hross, 1.064 í vor, 99 miðsumars og 265 síðsumars. Á Suðurlandi voru dæmd 948 hross á sex sýningum, Vesturlandi 177 hross á tveim sýningum, Norðurlandi 287 hross á þremur sýningum og Austurlandi 16 hross. Hér er ekki meðtalið Landsmót á Hólum í Hjaltadal en þar voru dæmd 157 hross.
Lesa meira

Hver er næringarefnastaða túnanna?

Það hefur löngum verið talið mikilvægur þáttur í bústjórn að láta efnagreina jarðvegssýni af túnum á nokkurra ára fresti. Þannig geta bændur byggt betur undir ákvarðanir varðandi áburðarkaup og endurræktun túna.
Lesa meira

Gulrófnabændur í kynnisferð til Noregs

Dagana 29. ágúst til 2. september fóru félagar í Félagi gulrófnabænda í kynnisferð til Þrándheims í Noregi. Helgi garðyrkjuráðunautur slóst með í för, ásamt Kari Årekål og Patrik Sjøberg, norskum ráðunautum sem aðstoðuðu við skipulagningu heimsóknarinnar. Töluverð grænmetisrækt er í Frosta og nágrenni og voru rófubændur á því svæði heimsóttir.
Lesa meira

Stefanía Jónsdóttir komin til starfa

Stefanía Jónsdóttir hóf störf hjá RML núna um mánaðarmótin. Hún mun sinna ýmsum verkefnum á fjármálasviði fyrirtækisins og verður starfsstöð hennar á Akureyri. Hægt er að ná í Stefaníu í síma 5165044 eða í gegnum netfangið stefania@rml.is.
Lesa meira

Jafnvægisverð á greiðslumarki mjólkur 240 kr/l.

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016, sem nú er lokið. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.
Lesa meira

DNA sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson ráðunautur verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi föstudag, 2. september. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband í síma: 862-9322 og/eða petur@rml.is. Nánar um DNA-sýni hrossa má m.a. lesa hér:
Lesa meira

RML á Snapchat

Nú er komið að því, RML er komið á snapchat. Við hvetjum snapchatnotendur til að fylgjast með okkur á snappinu, notandanafnið okkar er rml-radunautar.
Lesa meira