Fréttir

Kynbótamat sauðfjár 2016

Í Bændablaðinu sem kom út í dag er umfjöllun um kynbótamat sæðingastöðvahrúta byggt á niðurstöðum síðasta útreiknings sem gerður var fyrr í þessum mánuði á frjósemi. Frá hrútaskrá síðasta árs hefur mat fyrir mjólkurlagni líka verið uppfært.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Nú eru haustbækur í sauðfjárrækt á leið til bænda. Prentun kostar kr. 2.000 án vsk. Að þessu sinni mun RML ekki senda reikning fyrir bókunum í hefðbundnum pósti nema bændur óski þess sérstaklega. Reikningar verða sendir í tölvupósti til þeirra sem við höfum netfang hjá og munu einnig birtast í heimabanka greiðanda og undir rafræn skjöl í heimabankanum og þar er hægt að prenta reikninginn út.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Melgerðismelum föstudaginn 19. ágúst

Hér má sjá hollaröðun hrossa á yfirlitssýningu kynbótahrossa á Melgerðismelum, föstudaginn 19. ágúst. Yfirlitið hefst kl. 09:00 á elsta flokki hryssna.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 19. ágúst

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á 7v. og eldri hryssum.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Mið-Fossum 18.ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar í Borgarfirði fer fram á Mið-Fossum fimmtudaginn 18. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á stóðhestum. Athugið að hádegishlé (1 klst.) verður að afloknum 17 hollum.
Lesa meira

Sveitasæla í Skagafirði

Sveitasæla var haldin á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar kynntu fyrirtæki og félög vörur sínar og þjónustu tengda landbúnaði, húsdýr voru á staðnum, kálfar og hundar voru sýndir og hrútar dæmdir, auk þess sem margt fleira áhugavert var á dagskrá. Heppnaðist sýningin með ágætum.
Lesa meira

Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eftir gott heyskaparsumar á Suðurlandi líður að því að hægt verði að taka verkuð heysýni úr rúllum, böggum og stæðum hjá bændum. Miðað er við að vothey þurfi að verkast í 6-8 vikur áður en óhætt er að taka heysýni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júlí hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegið þ. 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 86% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.159,2 árskúa á þessum 86% búanna, var 6.166 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Námskeið fyrir sauðfjárbændur haldin á Stóra-Ármóti og í Suður-Þingeyjarsýslu

Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið fyrir sauðfjárbændur sem hefur yfirskriftina “Haustið” og fjallar um líflambaval og kynbætur. Farið verður í lambadóma, meðferð lamba að hausti og fleira. Námskeiðið byggir annarsvegar á fyrirlestrum og hinsvegar á verklegum æfingum þar sem farið verður í fjárhús og lömb þukluð og skoðuð.
Lesa meira

Hollaröðun á síðsumarssýningu á Melgerðismelum 17.-19. ágúst

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði, dagana 17. - 19. ágúst. Skráð eru 67 hross til dóms og hefjast dómar miðvikudaginn 17. ágúst kl. 08:00
Lesa meira